Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1960, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.04.1960, Blaðsíða 15
SKINFAXI 47 að honum. Ilann kom létt og fimlega nið- ur. Þarna stóð hann, og drápsfýsnin skein út úr gulum glyrnunum. Löng og skeggj- uð ásýnd þessa grimma og sterka dýrs minnti mig á myndir af sjálfum djöflin- um. Oho! Nasvængirnir skulfu, hann jarm- aði, og froðan vall út úr honum. Það var eins og hann væri að sleikja út um af til- hugsuninni um að geta gert út af við þenn- an mannfjanda, sem hafði elt hann á rönd- um síðustu dagana og aftur og aftur á hann skotið! Hornin á honum, — og ég með veiðihnífinn minn einan að vopni! Ég reif hnífinn úr slíðrunum, og haf- urinn kom, dansaði á tánum eins og liann væri á leiksviði. Svo nam liann staðar og otaði liornunum sitt á livað út í loftið. Neðan úr dalnum lieyrði ég ldjóm kirkju- klukknanna, sem hringdu til dagkveðju. Ég leit örsnöggt um öxl, sá græna aldin- garðana kringum húsin niðri í dalnum, sá kleltarana, sem skaut typptum gnípum upp í loftið nokkur hundruð metrum fyrir neðan mig, — á honum mundi ég lenda í hrapinu. Nú kom árásin. Ég skauzt til liliðar og lagði til Fjallapúkans með hnífnum, en hitti ekki. Aftur skopaði hafurinn skeið. Og nú fékk ég högg i kviðinn. Hann liafði ekki liæft nema lítillega um leið og hann skauzt fram lijá, því að vitaskuld brá ég mér undan. En aftur á bak rauk ég, og áð- ur en ég náði að komast á kné, gat hann komið höggi á vinstri síðuna á mér. Ég lók andköf, og það var sem ég væri að kasla upp eldsglóðum, þegar ég tók and- köf. Hann skopaði skeið á ný, og enn renndi hann á mig. Ég hrá mér undan i þriðja sinn, en hornstikill festist í jakk- anum á mér. Hafurinn hóf mig á loft og slengdi mér fram af hrún stapans, en ti! allrar lukku þeirri brún, þar sem syllan var undir. Ég sveif i loftinu og hlunkað- ist niður i grasið, kom niður á lierðarnar og aðra öxlina. Ég veit ekki, hve lengi ég lá í öngviti, en það munu ekki hafa verið margar sekúndur, því þegar ég rankaði við mér, sá ég Fjallapúkann standa á brún- inni og stara á mig. Ég sá líka, að hyss- an lá við fætur mér. Ég stóð upp með erf- iðismunum, sárkvalinn, og þreif byssuna. Hafurinn reis upp á afturfæturna, sló hin- um sitt á hvað út í loftið og gerði sig líldegan til stökks. En ég lyfti byssunni, miðaði og skaut. Hafurinn steyptist aftur á balc og hrein við hátt. Hann hvarf mér. Ég staulaðist að klettinum og tók að klifra, hafði byssuna í fetli um öxl mér. Loks gat ég gægzt af stalli upp af brúninni, mætti gneistandi augum hafursins, sem lá á hnjánum. Blóðbuna stóð úr sári á brjóst- inu á honum. Hann hugðist gera árás, en reikaði og steyptist fram af stallinum, þar sem klettaraninn var undir. Ég sá hann snúast í loftinu, þegar hann setti á sig sveiflur með hornum og afturfótum. Tveir geitnaliirðar stóðu milli tveggja gnípna og störðu undrandi á mig og fall- andi hafurinn. Þeir liöfðu heyrt skotið og vildu nú forvitnast um, hvað væri að ger- ast. Ég var illa haldinn. En seint og um síð- ir tókst mér að komast niður á sylluna og síðan ofan í mynni gildragsins. Þá var þróttur minn þrotinn. Ég settist og hall- aðist upp að berginu. Tveim tímum síðar fundu þeir mig, geitnahirðarnir. Þeir báru sinn hvort ljós- ker. Með miltlum erfiðismunum tókst þeim að drösla mér ofan i dalinn.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.