Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1960, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.04.1960, Blaðsíða 8
40 SKINFAXI unar. En það má ék'ki gleymast, að þjálf- aður hópur íþróttamanna, sem ekki veit, að annað vaki fj'rir lionum með þjálfun- inni en að stökkva sem lengst eða hlaupa sem hraðast, vitandi þó það, að stökk og lilaup geta aldrei orðið honum eða hans til lífsuppeldis og varanlegs frama, er eins og vel þjálfaður her, sem ekki veit, livað 'hann á að verja eða við livern hann á að berjast. En strax og þessi hópur veit það, er þjálfun lians og sá aukni styrlcur, sem hún hefur í för með sér, sá arðvænleg- asti auður, sem liann hefði getað safnað. „Ungra krafta og gáfna glæðing, göfgi í hugsun, verki list,“ segir skáldið í kvæð- inu, sem áður er getið, og þarna er stefn- an mörkuð. Ekki einungis kraftana þarf að glæða, ekki aðeins gáfurnar, heldur líka göfgun þeirra í liugsun og starfi og í fegrun alls, sem að er unnið og um- Iiverfis sig Iiaft til nauðsynlegra nota, til þæginda og til ánægjuauka. Og eins og íþróttaafrekin krefjast orku, sjálfsaf- neitunar, markvissrar þjálfunar og ein- beitingar, eins er um allt hitt, sem er hið raunverulega markmið alls mannlegs starfs til farsældar og aukins þroska. Samhliða íþróttastarfseminni, styrkt af því aukna þreki og þeirri þjálfun í einbeit- ingu viljans, sem henni fylgir, þarf að koma fjölþætt félagssstarf til þekkingar- auka og markvissrar raunhæfni, sem skyggnist i gegnum blekkingaþoku lýð- skrumara og loddara. Islenzkir ungmenna- félagar eiga að laka forustuna um það að auka virðingu fyrir vinnunni, svo að sem flestum fái skilizt, að sá, sem vinn- ur verk sitt illa og slælega, svíkur sjálf- an sig fyrst og fremst,—koma á réttu mati um, hvernig verja heri því fé, sem vinn- an gefur af sér, koma þvi inn í vitund sem flestra, að sá dagur, sem ekki er að einhverju leyti notaður til menningar- og manndómsauka, er glatað verðmæti, — og að ungum er hollt að kynnast og sinna þeim störfum þjóðfélagsins, sem kosta nokkra manndómsraun, hvort sem þau eru unnin á sjó eða landi. Og það er ekkert ungmennafélag svo fátækt af efnilegu ungu fólki, að það geti ekki haldið uppi félagslífi, sem stuðli að öllu þessu, og þar með að því, að 1 fyll- ingu tímans sigli í kjölfar hinna tækni- legu framfara nýtt og stórbrotið menning- arlegt hlómaskeið. ★ Merkjasetning. I einum af barnaskólum okkar var kennslukonan að skýra fyrir börnunum, livað semikomma þýddi og um leið, hvern- ig ætti að nota hana. „En kólon?“ spurði Magga litla, sem var dugleg og áhugasöm. „Kólon þýðir: nú kemur það.“ Pési litli kallaði: „Má ég skreppa hérna .. . hérna fram?“ „’Uss, ekki þetta ráp!“ sagði kennslu- konan. Svo hélt hún áfram kennslunni. Allt í einu rétti Pési litli upp höndina. „Já, tala þú bara,“ sagði kennslukonan. „Kólon!“ hrópaði Pési, og svo þaut hann til dyra. ★

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.