Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1960, Page 20

Skinfaxi - 01.04.1960, Page 20
52 SKINFAXI r m ® m 11 11 11 HBa ^ jfj "lí ( Ritstjóri: Þorsteinn Skúlason. HEIMSMEISTARINN NÝI Skákin hefur eignazt nýjan heimsmeistara. 1 byrjun maí lauk einvígi þeirra Tals og Bot- vinniks með sigri þess fyrrnefnda: 12% : 8%. Það, sem reið hinn mikla baggamun í ein- vigi þessu, voru yfirburðir Tals í flóknum og erfiðum stöðum. Botvinnik fékk oft góðar stöður út úr byrjunum, en missti þær út úr höndum sér í mið- og endatafli, og olli tíma- hrak þar oft mestu um. Hinn nýi heimsmeistari, Mikhail Tal, er fædd- ur í Ríga 9. nóvember 1936 og er því aðeins tuttugu og þriggja ára að aldri. Hann vakti fyrst verulega athygli á sér, er hann sigraði á Skákþingi Sovétríkjanna 1957, öllum að óvör- um. Fyrir það fékk hann stórmeistaranafnbót. Síðan hefur hann sigrað á flestum meiriháttar skákmótum, sem hann hefur tekið þátt í. En þau eru: Skákþing Sovétríkjanna 1958, Alþjóða- svæðakeppnin í Portoros 1958, Alþjóðaskák- mótið i Zurich 1959 og Áskorendamótið í Júgó- slavíu 1959. Auk þess varð hann í 2.—3. sæti á Skákþingi Sovétríkjanna 1959 og í 4. sæti á Al- þjóðaskákmótinu í Ríga 1960. Aldrei hefur heimsmeistari í skák verið svo ungur sem Tal. Lasker kemst næst honum. Hann var 27 ára, þegar hann vann Steinitz 1894. Botvinnik hefur rétt til að skora á Tal aftur „Þú kemur nú stundum á skröll með blóm í hnappagatinu, og nú veit ég, hvern- ig þú átt að skreyta brjóstið á þér næst: Þú skalt hafa rós í öðru jakkalafinu og kúadellu í hinu.“ að ári, og er vonandi að hann noti sér það. Ef af því einvígi verður, má gera ráð fyrir, að það verði nokkru jafnara en hið fyrra. Áskorandinn stendur sálfræðilega betur að vígi en heims- meistarinn. Fyrir hann er engu að tapa, en allt að vinna. Kristján Eiríksson, einn af yngstu skákmeistaraefnum Skagfirðinga. Ein af snilliskákum Tals. Hér kemur svo skák, sem Tal tefldi við stór- meistarann Tolush á Skákþingi Sovétríkjanna 1956.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.