Skinfaxi - 01.04.1960, Blaðsíða 27
SKINFAXI
59
laglega. Systir húsbóndans, Harriet Stanley.
leikur Áróra Halldórsdóttir með afbrigðum
skemmtilega, enda er hlutverkið auðvelt, en
Áróra virðist vera flestum íslenkzum leikur-
um færari í að túlka skemmtilegan aumingja-
skap og einfeldningslega tilbeiðslu, en hvort
tveggja er oft og einatt vandleikið.
Árni Tryggvason er bráðskemmtilegur smá-
bæjarlæknir, en Guðmundur Pálsson er tæp-
lega nógu eðlilegur blaðamaður, hefði senni-
lega verið betra að velja úthverfari mann í
það hlutverk.
Sérstaklega góður var leikur Steindórs Hjör-
leifssonar í hlutverki leikarans Beverly Carl-
ton. Er þetta í annað sinn i vetur, sem Stein-
dór sýnir afburðagóðan leik í litlu hlutverki.
Mjög góður er einnig leikur Gísla Halldórs-
sonar í hlutverki Banjos.
Gestur til miðdegisverðar á vafalaust langt
líf fyrir höndum, ekki aðeins i Iðnó, heldur
og á leiksviðum víða um land.
HJÓNASPIL.
(Gamanleikur í fjórum þáttum eftir Thorn-
ton Wilder. Leikstjóri Benedikt Árnason. Þýð-
andi Karl Guðmundsson. Leiktjöld unnin af
Lárusi Ingólfssyni, samkvæmt frumdrögum
Tanaya Moiseiwitch.)
Þjóðleikhúsið hefur það, sem af er þessu
leikári, mestmegnis sýnt alvarleg leikrit við
misjafnlega góðar viðtökur, eins og gengur
þegar um alvöru er að ræða. ,,Hjónaspil“ er
mjög laust við alla alvöru. Það er i leikskrá
kallað gamanleikur, en eðlilegra hefði mér
fundizt að kalla það farsa eða ærslaleik. Þetta
er skemmtilegt grín, án nokkurs dýpri boðskap-
ar undir skopinu.
1 stuttu máli er efnið það, að gamall og
ágjarn kaupmaður, Hóras Vandengelder (Har-
aldur Björnsson) ákveður að kvænast sökum
þess, að hann telur það ódýrara en að hafa
ráðskonu. Vinkona látinnar konu hans, Dollí
Leví (Herdís Þorvaldsdóttir), er ráðunautur
hans í konuvalinu og heldur svo vel á spilun-
um, að hún sjálf hlýtur hnossið, þ. e. kaup-
manninn og peningana hans að lokum. Meðan
á þessu kvennavali stendur, takast ástir með
Irin Molloj (Guðbjörg Þorbjarnardóttir) hatta-
dömu og Kornelíus Haggel, skrifara kaupmanns-
ins (Rúrik Haraldsson), en þegar frá upphafi
leiksins stefndi Ermingarde, systurdóttir kaup-
mannsins (Bryndís Pétursdóttir) að þvi að fá
að eiga Ambrós Kemper listamann (Jóhann
Pálsson). Allt endar þetta vel á heimili Flóru
van Höjsen (Arndís Björnsdóttir), sem á sin-
um tíma hafði orðið fyrir vonbrigðum i ásta-
málum og vill nú leyfa öllum elskendum að
njótast.
Ekki fer milli mála, að Benedikt Árnason
hefur unnið gott verk með leikstjórn sinni;
hver hreyfing leikenda er í senn hnitmiðuð
og eðlileg. Smekkleg leikstjöld eiga og sinn
þátt í að gera hinn ytra búning sýningarinnar
glæsilegan.
Haraldur Björnsson er skemmtilegur maura-
púki, en ekki eykur hann einum millimetra
við fyrri afrek sín.
Herdís Þorvaldsdóttir sýnir þarna nýja hlið
á persónusköpun sinni, og er smekksatriði,
hversu vel henni hefur tekizt. Persónulega
kunni ég ekki við hana í þessu hluhverki, en
i kringum mig heyrði ég henni hrósað. Ekki
fannst mér samt sigur hennar yfir nirflinum
sannfærandi.
Rúrik Haraldsson var bráðskemmtilegur
skrifari, og var koma hans og annara í hatta-
búð frá Molloj, sem Guðbjörg lék prýðilega,
hámark leiksins, bæði af hálfu höfundar og
leikenda. Ekki spillti aðstoðarskrifarinn Tögger
(Bessi Bjarnason) kátínunni. Hann birtist þarna
í gervi seytján ára unglings, sem fer út í heim-
inn í fyrsta sinn. Minnisstæðastur verður mér
samt Róbert Arnfinnsson í hlutverki nýráðins
skrifara. Þótt hlutverkið sé lítið, hefur Róbert
gert úr því svo skemmtilega og sérkennilega
persónu, að hann hefur f áar gert betri, og hefur
honum þó oft vel tekizt. Hreyfingar Róberts
og svipbrigði eru ein út af fyrir sig þess virði,
að fara að sjá farsann (nei, gamanleikur var
það).
Hlutverk Bryndísar Pétursdóttur er lítið —
og að vanda vex það ekki i meðferð hennar.
Jóhann Pálsson skilar sínu litla hlutverki
sæmilega en ekki meira, enda hlýtur að vera
erfitt að leika á móti Bryndísi Pétursdóttur.
Helgi Skúlason, Jón Aðils og Róbert Arn-