Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1960, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.04.1960, Blaðsíða 19
SKINFAXI 51 sér lántökuheimild fyrir sambandsstjórn. Samþykkt var að efla Skinfaxa, vinna að útbreiðslu bans og safna í liann efni af sambandssvæðinu. Þá var og samþykkt að stuðla að fyrirbugaðri útgáfu prentaðs blaðs fyrir Vesturland (sbr. Suðurland). Ragnar Olgeirsson ræddi um væntan- legt félagsheimili að Varmalandi, en um það mál voru ekki gerðar neinar sam- þykktir, en samþykktar voru tvær tillög- ur um félagsmál, önnur sú, að einn eða fleiri fulltrúar sambandsstjórnar mættu á einum fundi árlega lijá bverju sambands- félagi, hin, að sambandið beitti áhrifum sínum til að efla menningarlegar skemmt- anir félaganna og vinna gegn áfengis- neyzlu á samkomum með útilokun ölv- aðra manna. Samþykkt var að skora á stjórn sam- bandsins um athugun á framtíðarstað fyrir byggðasafn Borgfirðinga — og var bent á Borg á Mýrum. I landhelgismálinu var samþykkt eftir- farandi áskorun: „38. þing U.M.S.B. skorar á Alþingi og rikisstjórn og alla aðra Islendinga að lialda áfram samstöðu í landhelgismálinu og bvika ekki frá málstað þjóðarinnar.“ Þá var samþykkt eftirfarandi tillaga út af herverndinni: „Þing U.M.S.B. skorar á Alþingi og ríkissjórn, að taka berverndarsamninginn við Norður-Ameriku nú þegar til athug- unar með uppsögn hans fyrir augum, þannig, að herinn hverfi úr landi strax að loknum þeim stytzta fresti, sem samn- ingar kveða á um.“ Auk þess verði kosin tveggja manna nefnd, sem leiti eftir afstöðu rikisstjórn- arinnar í berverndarmálinu og fái eittbvert svar við áskoruninni, og skili bún áliti um málð á næsta þingi sambandsins. I þessa nefnd voru kosnir: Ragnar Olgeirsson og Sveinbjörn Bein- teinsson. I stjórn sambandsins voru kosnir: Formaður: Ragnar Olgeirsson. Ritari: Bjarni Guðráðsson. Gjaldkeri: Bjarni Ilelgason. Meðstjórnendur: Geir Björnsson og Sveinbjörn Beinteinsson. ★ ■ ■■•v'i Skraut í hnappagatið. Héraðsráðunautur, sem var mjög ábuga- samur um ræktun og dáði allt, sem að henni laut, stóð í hópi ungra manria, sem voru að bíða eftir að áætlunarbíllinn frá Reykjavik kæmi. Svo bar þá ýmislegt á góma, og meðal annars var faríð að tala um ilmvötn. „Það er pest af þeim, sumuiri stélp- unum,“ sagði einn. „Hja, ég kann hreint ekkert illa við, þó að þær lykti nokkuð sterkt af vellykt- anda,“ sagði annar. „Ég er nefnilega held- ur litið gefinn fyrir svitastækju.“ „Æ, það er mörg lyktin vond,“ sagði sá þriðji. „Já, og mörg góð,“ mælti sá, sem tal- aði um pestina, „Það er bara að hafa smekk til að velja.“ Nú kom ráðunauturinn til sögunnar: „Á ég að segja ykkur eitt, drengir! Bezta lykt, bezta angan, vildi ég sagt hafa, sem ég finn, er gróðurilmurinn á vorin, hæfi- lega blandaður mykjuþef. Það er angan, sem lieyrir til binu gróandi lifi.“ Sá, sem fjæst hafði talað, vék sér að bonum og mælti:

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.