Skinfaxi - 01.04.1960, Blaðsíða 11
SKINFAXI
43
Hið gamla höfuðból Víðimýri og hin fræga
torfkirkja.
varði, sýning sjónleikja og margs lconar
félagslegt starf til skemmtunar og fróð-
leiks, bæði utan og innan samtakanna.
Vorið 1951 efndi sambandið lil Drang-
eyjarfarar, og var með í förinni maður,
sem var þaulkunnugur örefnum öllum i
eynni og iiýtingu hennar. Voru þar nætur-
langt á annað hundrað manns, og níu skip
flutu þar fyrir landi.
Auk þessara aðalgreina eru ýmsar
smærri í bókinni, og eru liöfundar þeirra
Stefán Vagnsson, Jón Sigurðsson, Valgarð
Blöndal, Hannes Hannesson, Pétur Hann-
esson, Árni Sveinsson, Eyþór Stefánsson
og Magnús H. Gíslason. Þá eru skagfirzk
mel í sundi og frjálsum íþróttum og skrá
yfir verðlaunagripi — og loks Félagshvöt,
kvæði eftir Jón Jónsson, flutt fyrir nær-
fellt 50 árum.
1 þessu myndarlegu riti er mikill fróð-
leikur, en þó er þar frá fæslu greinl af
þvi mikla starfi, sent sambandið befur
innt af liendi. Sú vakning áhuga og þjálf-
un í félagsanda og félagslegum átökum í
þágu lieildarinnar, senr sambandinu lief-
ur fylgt, er svo mikilvægur þáttur í menn-
,,Þar rís Drangey úr djúpi".
ingarlífi liéraðsins og allri hagrænni fram-
vindu, að enginn möguleiki er á að gera
sér grein fyrir, livers hefði verið misst,
ef þessa liefði ekki notið við.
Heimabrugg.
Það var á þeirri tið, sem Höskuldur
hruggaði. Talið var, að liann hefði meðal
annars komizt upp á að framleiða spritt úr
kartöflum. Eitt sinn kom til hans sveit-
ungi lians og rabbaði stund við hann um
daginn og veginn, en spurði síðan:
„Hvernig ferðu eiginlega að því fá hreint
spritt úr kartöflunum? Ég liélt, það væri
nú í þeim nokkuð mikið af vatni.“
„Jú, ég skal segja þér það,“ svaraði
Ilöski. „Þú lætur einlægan hindindismann
ofan í bala fullan af kartöfluspritti, og
eftir svo sem fimm mínútur er liann bú-
inn að svolgra úr því allt vatnið.“