Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1960, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.04.1960, Blaðsíða 17
SKINFAXI 49 ur tákna skógræktarstarfsemi sambands- ins. Næst sungu átta menn mörg lög undir stjórn Stefáns Hallssonar skólastjóra. Var þessi hópur úr Ungmennafélagi Skeiða- manna. Næst var vikivakasýning, og voru þar að verki fimm sveinar og meyjar úr Ungmennafélaginu SamhygS i Gaulverja- bæjarhreppi, undir stjórn Arndísar Kr- lingsdóttur. Ungmennafélag Gnúpverja sýndi þátt úr Skuggasveini og Ungmenna- félag Hrunamanna lék gamanþátt. Þessari sérstæðu og skemmtilegu dagskrá lauk með því, að Fjallkonan kom fram og flutti ávarp, en ungar stúlkur stóðu með íslenzka fána báðum megin við liana og íþrótta- fylking að baki, sem sé fegurðin og þrótt- urinn. Fjallkonuna táknaði fögur mær úr Ungmennafélaginu Þórsmörk, og heitir sú Svava Kjartansdóttir, — og er þar bæði skírnarnafn og heiti föðurins rammís- lenzkt, og hefði verið heldur óviðkunn- anlegra að skýra frá þvi, að þarna liefði komið fram Petrónella Elentíusdóttir eða Anetta Rúríksdóttir. Loks voru fluttar margar ræður, og stóð samkoman, unz birta tók af nýjum sumar- degi yfir hinu víðlenda liéraði, sem með liverju árinu verður af verkum mannanna glæsilegra og ber þeim síaukið vitni um framtak, smekkvísi og alhliða manndáð,og mun enginn ganga þess dulinn, að í hinni miklu og merkilegu hreytingu, sem þar hefur orðið á fám áratugum, á einmitt héraðssamhandið Skarpliéðinn ómetanleg- an þátt, enda mundi starf lians mjög mik- ils metið af forráðamönnum héraðsins. Flutt voru tvö frumsamin kvæði og af- lientar margar gjafir, og mörg þejllaskeyti hárust. Var forseti Islands meðal þeirra, Guðjón Ingimundarson íþróttakennari. er vottuðu sambandinu þakkir og árnuðu því lieilla. Heiðursfélagar voru kosnir: Björgvin Magnússon í Klausturhólum, Eiríkur Jóns- son í Vorsabæ, Helgi Ágústsson í Birtinga- holti, Ingimundur Jónsson í Ilolti, Sigur- grímur Jónsson í .Holti, Sigurjón Sigurðs- son i Raftholti og Skúli Gunnlaugsson á Kiðjabergi. Arsþing og 50 ára afmælishóf llngmennasambands Skagaf jarðar Ársþingið var lialdið dagana 7.—8. mai á Sauðárkróki. Þingið sótlu 40 fulltrúar frá 11 félögum. Þá voru og mættir sem boðsgestii' framkvæmdastjóri U.M.F.I., forseti Í.S.I. og skólastjóri íþróttakennara- skólans. Guðjón Ingimundarson, formaður sam- handsins, ávarpaði fulltrúa og gesti, drap á liálfrar aldar afmælið og rakti sögu sambandsins í fáum en skýrum dráttum, og að loknu máli hans ávörpuðu gestir

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.