Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1960, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.04.1960, Blaðsíða 9
SKINFAXI 41 £kín fiil Míu SKAGAF JÖRÐIJR Afmælisrit Ungmennasambands Skagafjarðar. Eins og um getur á öðrum stað i þessu liefti Skinfaxa, hefur Ungmennasamband Skagafjarðar gefið út rit til minningar um fimmtíu ára starf sitt. Ritið er fimmtíu stórar síður og í því margar myndir. Það er prenlað í Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri. Fremst í ritinu er ávarp frá sambands- stjórn, en síðan myndir af fyrstu stjórn- inni, en í benni voru: Brynleifur Tobías- son formaður, Jón Sigurðsson (á Reyni- stað) féhirðir — og Árni J. Hafstað ritari. Þá er skrá yfir ])á menn, sem gegnt hafa stjórnarstörfum á þessum fimmtíu árum og myndir af öllum formönnum sam- bandsins. Þeir iiafa alls verið 11, núver- andi formaður, Guðjón Ingimundarson, lengst allra eða frá 1944—60. Fjórtán bafa verið ritarar, þeirra lengst Sigurður Ólafs- son á Kárastöðum, allt frá 1923—1933. Sami maður og Sigurður Jónsson á Reyni- stað bafa lengst verið fébirðar, sin 11 ár- in bvor, en alls Iiafa 12 menn gegnl þvi starfi. Þá er löng og fróðleg grein eftir Jón Sigurðsson á Reynistað, og skiptist bún í fjóra kafla, Stofnun æskulýðsfélaga í Skagafirði, Tildrög að stofnun Ungmenna- sambandsins, Stofnfundur Ungmennasam- bandsins og Fyrstu starfsárin frá 1910— Frumherjinn, Jón Sigurðsson á Reynistað. 1924. Höfundur lýsir fyrst þcirri vakn- ingaröldu, sem fór um landið -— og þá um leið Skagafjörð — upp úr aldamótun- um, og einnig áhrifum Sigurðar Sigurðs- sonar, síðar búnaðarmálastjóra, en hann varð skólastjóri á Hólunt árið 1902. Haust- ið 1905 voru stofnuð tvö félög, Ungmenna- félagið Æskan í Staðarbreppi, sem stofn- að var fyrir atbeina Jóns, og Ungmenna- félagið Framför í Lýtingsstaðahreppi, forgöngumenn tveir Jónar Árnasynir, ann- ar síðar bóndi á Viðivöllum, en liinn fram- kvæmdastjóri SlS og síðan bankastjóri Landsbankans, og Kristján Árnason frá Mælifelli, síðar bóndi á Krithóli. Æskan varð brautryðjandi að stofnun Ungmenna- sambands Skagafjarðar og bitt félagið tók þátt i stofnun þess. Árið 1907 voru félög stofnuð í Seyluhreppi og á Sauðárkróki og 1908 í Hegranesi og í Akralireppi — og síðan hvert af öðru, en aðeins tvö þau

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.