Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1960, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.04.1960, Blaðsíða 14
46 SKINFAXI féllust hendur, og ekki sízt fyrir það, að geitin sá mig, sneri sér allt í einu við á mjórri syllunni, sem hafurinn Iiafði val- ið sér leið um yfir skorninginn, þegar hann sá sér ekki undankomu auðið í þá átt, sem hann hafði áður hlaupið, — og geitin missti fótanna og steyptist fram af fluginu. Þegar ég hafði svo vikið mér við með hyssuna við vangann, var Fjalla- púkinn að hverfa, — ég hafði á ný misst hann —- og þó liafði hann verið rétt fyr- ir neðan fæturna á mér, þegar hann skauzt fram hjá, var svo nærri, að ég hefði næstum getað stjakað honum fram úr með hyssuhlaupinu! Skyldi það verða hann, sem gengi af mér dauðum, en ekki ég af lionum? 3. Fjórða morguninn þaut ég af stað með fyrstu birtu, gekk og geklc og skimaði og skimaði. Loks sá ég liann standa und- ir klettanefi í brattri brekku alllangt í burtu. Það var komin hellirigning, og ef lil vill stæði hann þarna í höm undir nef- inu, þangað til ég væri kominn i færi. Og ég tók að klifra upp stalla og fika mig eftir hillum, og varlega þurfti ég að fara, því að nú var bergið mjög hált. En loks kom ég þangað, sem ég bjóst við að sjá hann — og já, hann var þarna enn, og í dauðafæri. Ég miðaði, var viss i minni sök, kreppti fingurinn og sagði með sjálfum mér: Nú skal þín þó hefnt, Jaime vinur. En þegar ég var að hleypa af, kvað við skothvellur neðan úr daln- um — þar var einhver að skjóta á fugla, sem voru að rupla aldingarðinn hans — og til hliðar skauzt Fjallapúkinn með há- um og skerandi hræðslu. og heiftarskræk, áður en skot mitt dundi — og enn á ný .... enn á ný var hann horfinn í einu vetfangi. Ég hábölvaði og barði mig utan, sór, að fyrir myrkrið skyldi hann dauður liggja. Hann gat ekki hafa flúið annað en í áttina lil skarðsins, sem blasti við skammt frá. Þar var ég kunnugur, vissi, að uppi á brúninni liafði skriða úr berg- inu öðrum megin skarðsins lílaðið ókleif- an vegg. Ég hélt af stað, fann allbreiða syllu, er lá í áttina til gildragsins, sem lá að skarðinu. Ég gægðist fyrir klettanef, og þarna — já, þarna inni lilaut hann að vera eins og i kví, þar eð hinum megin frá varð ekki komizt inn í gildragið. En færið mundi of langt, líka i'llt að skjóta á hann, ef hann sæi mig. Ég kleif upp á að gizka tiu metra liáan stapa, vissi, að uppi á honum var slétt klöpp. Þaðan mundi ég geta miðað í ró og næði á mein- vættina. En . . . . enginn liafur var í kvínni, og þó .... þó var ég viss um, að eftir syllunni hafði hann ekki sloppið. Upp skriðuvegginn i skarðinu liafði hann áreið- anlcga ekki komizt, en .... en lægi má- ski úr draginu einhver sylla, sem ég myndi ekki eftir eða hefði ekki veitt athygli? Alll í einu lieyrði ég hvin, og ég snar- sneri mér við. Svo mjög brá mér, að ég missti riffilinn. Hann rann það langt eftir klöppinni, að ég gat ekki seilzt til hans. Og ég sá hinn mikla liundrað kílóa skrokk þeytast í loftinu í áttina til mín frá kletti á ofanverðum stapanum, sem ég stóð á. Þangað hafði hann komizt úr draginu eftir syllu, sem sjálfsagt var mér ekki fær og ég hafði þess vegna elcki gefið gaum. Nú var þá leiknum snúið við: Það var Fjallapúkinn, sem sótti að mér, en ég ekki

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.