Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1960, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.07.1960, Blaðsíða 7
SKINFAXI 71 leggja ríflega til safna sinna, og er þó Iivergi starfrækslan jafnvíðtæk og aðbúð safnanna eins góð og tíðkazt með öðrum þjóðum, sem leggja mikla rækt við al- þýðumenntun. Framlag rikisins nam og aðeins til jafnaðar á íbúa hér á.landi kr. 6.32, en i Danmörku kr. 18.28. Við skulum nú atliuga möguleikana á viðhlítandi rekstri sveitar- og héraðs- bókasafna með þeim tekjum, sem þau höfðu árið 1958 og hafa raunar enn. Meðallekjur sveitarbókasafns á land- inu öllu voru kr. 5.585. Láta mundi nærri, að meðalverð bókar, sem keypt er í bandi, sé nú orðið kr. 150.00. Segjum, að safn þurfi ekki að greiða bókavörzlu, liúsleigu eða ljós, aðeins iðgjald af bruna- tryggingu. Samt getur það ekki keypt nema 35 af þeim um það bil 200 bókum, sem út koma árlega. Tökum síðan tekjumöguleika sveitar- bókasafns í 200 manna lireppi. Gerum ráð fyrir, að heimatekjur nái þvi hámarki, sem rílcissjóður greiðir á móti samkvæmt núgildandi lögum — eða kr. 20.00 á íbúa. Þær verða þá kr. 4.000. Á móti koma kr. 12.50 úr ríkissjóði, eða kr. 2.500. Tekjurn- ar verða þá alls kr. 6.500. Þær nægja um það bil fyrir 40 bókum, ef safnið þarf ekki að greiða starfrækslu, húsaleigu, ljós eða hita! Árið 1958 voru tekjurnar hjá 33 söfnum undir 2 þús. kr., hjá 29 frá 2—3 þús., hjá 29 frá 3—4 þús. og hjá 28 frá 4—5 þús., eða hjá 119 söfnum af 204, sem nutu framlags, undir fimm þúsund krón- um!! Sýnir þetta hvort tveggja, að meiri hluti safnanna hefur tekjur langt fyrir neðan það, sem nauðsynlegt er að þau hafi, ef þau eiga að nálgast að þjóna til- gangi sínum — og að áhugi ráðamanna út um sveitir landsins er sums staðar ær- ið lítill fyrir starfsemi þeirra! Til þess að sýna, hverjar eru tekjur héraðsbókasafna skulu tekin þessi dænii: Héraðsbókasafn Borgarfjarðar, sem er sveitarbókasafn hrepps með nærfellt 800 íbúum og á að vera héraðsbókasafn 11 hreppa í tveimur sýslum, hefur samkv. núgildandi lögum 28,500 króna árstekjur, Héraðsbókasafn Dalasýslu rúmlega tíu þúsund króna tekjur, Héraðsbókasafn Austur-Húnavatnssýslu um 22 þús. kr. og Bókasafn Héraðsbúa í Egilsstaðaþorpi um 14 þús. kr. Þarfir og hlutverk safnanna. Sveitarbókasafn þarf að geta uppfyllt þannig þarfir sveitarbúa í hverri sveit, ef á annað borð er eitthvað til þess lagt og ekki á annan hátt séð fyrir lesþörf sveit- arbúa, að það gefi þeim kost á að sjá það helzta, sem út kemur eftir íslenzk skáld og alþýðlega íslenzka ritliöfunda um fræðileg efni, enn fremur nokkur erlend skáldrit, sem út koma á íslenzku og al- jjýðleg fræðirit, sem þýdd eru. Lágmarks- þörfin mundi nema um 50 hindum, en þau kosta sem næst 7.500 krónum. Héraðsbókasafn þarf að hafa á boð- stólum allt það helzta, sem út kemur ár- lega á íslenzku, sumt í tveimur eintökum, og það þarf að eiga öll merkustu rit ís- lenzkra bókmennta, sem áður eru út kom- in. Enn fremur öll helztu erlend skáldrit, sem út hafa verið gefin hér á landi, og loks öll þau tiltölulega fáu fræðirit, sem þýdd liafa verið á íslenzku. Það á einnig að safna úrvalseintökum af bókum um héraðið og bókum eftir menn, sem þar hafa fæðzt eða lengstum alið þar aldur

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.