Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.07.1960, Side 9

Skinfaxi - 01.07.1960, Side 9
SKINFAXI 73 sveitum eru þessar greiöslur nægileg- ar til reksturs myndarlegs bókasafns, og mundu bókasöfn þorpanna jafnvel geta keypt eittlavað af erlendum hand- bákum. í hinum fámennari sveitum væri veitt nokkur úrbót, en þar mundi hag- kvæmast, svo sem nú er komið samgöng- um, að fé safnanna væri framvegis að- eins varið til kaupa á einhverju af bók- um ársins, sem að loknum lestri væru látnar renna til héraðsbókasafnsins til geymslu og útlána um héraðið. Tekjur héraðsbókasafnanna ykjust mjög mikið við samþykkt frumvarpanna, til dæmis yrðu tekjur Héraðsbókasafns Borgarfjarðar kr. 88.000, þar af réttur helmnigur frá ríkinu, en nú greiðir það kr. 10.730 á móti kr. 17.800 frá hreppi og sýslu. Er fylgt þeirri reglu i frumvarpinu, að ríkið greiði jafnmikið til héraðsbóka- safna og hinir aðilarnir til samans, nema þar sem allstórir bæir standa að söfnun- urn og þau eru bæjarbólcasöfn, auk þess sem þau gegna hlutverki héraðsbóka- safna. Þá er ætlazl til, að héraðsskjalasöfn verði styrkt lil kaupa á lesfilmum og les- tækjum og hálfri milljón króna á ári varið sem framlagi til liúsabóta handa söfnun- um. Með frumvörpunum er sem sé stefnt að því, að héraðsbókasöfnin geti orðið þær fróðleiks- og menningarlindir, sem þau þurfa að vera og lýst er hér að fram- an. Fé til aukinna framlaga af hálfu rík- isins fæst með söluskalti á skemmtirit og myndablöð, erlend og innlend. ■ Ungmennafélögin og bókasöfnin. Þegar ungmennafélögin voru stofnuð, var verndun íslenzkrar tungu og erfða- menningar á stefnuskrá þeirra, og ennþá er þetta stefnuskráratriði, þótt furðu sjaldan sé á það minnzt. Þá var og for- ustumönnum hreyfingarinnar Ijóst, að fé- lagar hennar yrðu að afla sér sem víð- tækastrar fræðslu og samfélagslegrar þjálfunar. Þess vegna var það, að mörg ungmenna- félög gengust fyrir stofnun bókasafna, þar sem þau höfðu ekki áður verið stofn- uð, og veittu slíkum söfnum öflugan stuðning, ef þau voru til í sveitinni eða héraðinu. Voru dæmi þess, til dæmis i Þingeyj arsýslum og Borgarfirði, að ung- mennafélagar og aðrir áhugamenn um fræðslu og menningu tóku sig saman um að gjalda allhátt árgjald til sýslu- eða héraðsbókasafns umfram opinber fram- lög og ákveðin gjöld fyrir afnot af söfn- unum, og í Borgarfirði og Norður-Þing- eyjarsýslu hélzt þessi venja allt fram á seinustu ár. Enn er rekstur 25 sveitarbókasafna í höndum ungmennafélaga, en nokkur hafa afhent söfn sín hreppunum til starfrækslu á seinustu árum. Og því miður verður ekki annað sagt en að yfirleitt virðist rekstur þeirra safna, sem félögin eiga að starfrækja, hera vilni um litla alúð og áhuga af hendi forustumanna þeirra, virðist sýija, að litið sé gert til að efla þau og auka notkun þeirra, og öll lögskil ber- ast seint og vitna um tómlæti. Það virð- ist því auðsætt, að þarna hafi félögin sofn- að á verðinum, enda verður ekki séð á starfsskýrslum eða fundargerðum hér- aðssambandanna, að þeim sé ljós sá geipi- veigamikli þáttur, sem vel starfrækt og mikið og almennt notuð bókasöfn geta átt í öllu félags- og menningarstarfi. En nú, þegar hafin er markviss barátta

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.