Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1960, Page 11

Skinfaxi - 01.07.1960, Page 11
SKINFAXI 75 Skúli Þorsteinsson. Eins og til stóð var Norræna æskulýðs- vikan haldin að þessu sinni í Vébjörgum á Jótlandi dagana 13.—20. júní s.l., en að henni standa ungmennafélög allra Norð- urlanda. Héðan frá Islandi var aðeins mættur einn fulltrúi, Skúli Þorsteinsson varaforseti U.M.F.I og framkvæmda- stjóri þess. Skinfaxi spurðiSkúla frétta, þegar hann kom úr förinni: „Þelta liefur verið ánægjuleg ferð?“ „Já, sannarlega var liún það. Allir tóku mér vel og virtust liafa áhuga fyrir að lieyra frá íslandi og félögunum þar, og það var síður en svo, að gestgjafarnir, Danirnir, væru þar öðrum siðri, enda hafa lýðháskólamenn og ungmennafélag- ar í Danmörku ávalll verið heilir vinir Is- lendinga, skildu sjálfstæðisharáttu þeirra og eru eindregnir fylgjendur þess, að þeim verði skilað handritunum.“ „Mótið var haldið í Véhjörgum?“ ★ NORRÆN ÆSKULÝÐSVIKA „Já, i hinum stóra og glæsilega íþrótta- háskóla, sem starfar í anda lýðháskól- anna — þar eru lil dæmis flutlir 8 fyrir- lestrar á viku um sögu og bókmenntir — en er annars skóli, sem útskrifar iþrótta- kennara. Sko, hérna er mynd af þssum glæsilega skóla.“ „Markmið mótanna er?“ „Kynning og samráð fulltrúa ung- mennafélagshreyfingarinnar af öllum Norðurlöndum, fræðsla í stórum dráttum um veigamikil mál, sameiginleg skemmt- un og kynning á landi og þjóð. Þetta var 25. æskulýðsvikan. Þær eru haldnar ann- aðhvert ár, og var ákveðið, að sú næsta yrði haldin í Svíþjóð.“ „Þátttakan?” „Þátttakendur voru sjötíu. Þar af voru hvorlci fleiri né færri en 29 frá Finnlandi, 20 frá finnsk-finnska samhandinu, 8 frá því sænsk-finnska og einn frá Álands- eyjum. Og ég verð að segja það, að svo áhugasamir sem aðrir voru um að heyra frá íslandi, báru Finnarnir af. Þeim er samvinnan við Norðurlönd brennandi á- hugamál, og þeim finnst, að Island og Finnland, sem liggja lengst til vesturs og

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.