Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.07.1960, Side 18

Skinfaxi - 01.07.1960, Side 18
82 SKINFAXI koinið á þriðja þúsund manns, og virt- ust menn í liátíðaskapi. Æskulýðsstarf Ungmennasambands Vestfjarða. í stjórn U.M.F.V. eru Sigurður Guð- mundsson, kennari við Núpsskóla, Tómas Jónsson, slcólastjóri á Þingeyri og Gunn- laugur Finnsson, bóndi á Hvilft. Stjórn- in hefur starfað af miklum dugnaði og tekið upp ýmsar nýjungar, og er formað- ur hennar sagður sérstaklega framtaks- samur, enda hefur orðið mikil breyting á allri starfsemi sambandsins, síðan hann tók þar við forustu. í fyrra var þess getið hér í blaðinu, að sambandið liefði gengizt fyrir vornáms- skeiði á Núpi handa börnum og ungling- um. Þessu starfi var fram haldið i ár, og sóttu námskeiðið 28 manns. Þar voru iðk- aðar og kenndar íþróttir margs konar og þátttakendum veitt fræðsla um félags- störf, og kenndir voru þar gamlir og nýir dansar. Þá voru haldnar kvöldvökur, þar sem flutt voru erindi og ýmis skemmtiatriði. Sigurður Guðmundsson stjórnaði starfinu og kenndi á námskeið- Fáni við hún i Þjórsárlúni yfir fraekilegum liópi. Sigurður Greipsson í ræðustóli. inu, en auk hans kenndu þar Valdimar Örnólfsson og Stefán Kristjánsson, og fyrirlestra fluttu Sveinn Gunnlaugsson skólastjóri á Flateyri, Guðmundur Ingi skáld, Halldór Kristjánsson bóndi á Kirkjubóli og Jón Hjartar íþróttakennari á Flateyri. Félögin lögðu fram fé til þessa nám- skeiðs, og hrepparnir veittu styrk lil þess, jafnvel þeir, sem enga áttu þar þáttttak- endur. Sýnir þetta óvenjulega glöggan skilning á gildi slíks æskulýðsstarfs. Að loknu námskeiðinu var héraðsmót að Núpi. Ilófst það með guðsþjónustu, og predikaði prófasturinn, séra Jón Ólafs- son í Holti, því næst var háð keppni í 22

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.