Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1960, Síða 19

Skinfaxi - 01.07.1960, Síða 19
SKINFAXI 83 greinum íþrótta við mikla þátttöku ekki aðeins karla, heldur og kvenna. Klukkan sex síðdegis hófst inniskemmtun, þar sem framkvæmdastjóri U.M.F.Í. flutti ræðu, sunginn var einsöngur, háð mælsku- keppni og' sýndir fimleikar, og loks var dans uin kvöldið. Hdlfrar aldar afmæli. Skinfaxi hefur fengið fregnir af því, að Umf. Æskan á Svalbarðsströnd liafi orð- ið 50 ára 7. marz s.l. Árið 1903 liafði verið stofnað ungmennafélag með þessu nafni á fjórum innstu bæjunum í sveitinni, og var það síðan gert að félagi sveitarinnar allrar. Eru varðveittar allar fundargerðir og allir reikningar eldra félagsins. I Umf. Æskunni liafa alls verið 272 karlar og konur, og eru 92 af þeim liú- sett í sveitinni, en utan sveitar 148, og 32 eru látin. Fju-stu tólf starfsárin liélt félagið fundi sína á ýmsum bæjum i sveitinni, en tók þátt í samkomuhúsbyggingu 1922. Félagið hefur haldið meira en liálft þriðja hundrað fundi, og auk árlegra og sjálfsagðra félagsmálefna hefur það rætt hálft fimmta liundrað mál. Það stofnaði Sparisjóð Svalbarðsstrandar, sem nú er orðin öflug stofnun, hefur liaft með hönd- um trjárækt og sundkennslu og komið á iðkun fjöhnargra íþrótta, hefur meðal annars lagt allmikið kapp á glímu og skíðaíþrótt. Það hefur gengizt fyrir iðk- un skákar, haft á hendi forustu um leik- starfsemi, gefið út sveitablöð, efnt til söngnámskeiða og liaft forustu um ýmsa skemmtistarfsmi. Til öflunar fjár, auk félagsgjalda, hefur það gengizt fyrir kar- töflurækt og komið upp heyforðabúri, sem skyldi að öðrum þræði vera til ör- yggisauka í sveitinni, ef mjög harðnaði i ári. Þarf ekki lengur að telja til þess að séð verði, að starfsemi þessa félags hefur verið margbreytt og þroskavænleg og lík- leg til að efla almennan félagsanda og samhug yngri og eldri. Nú skipa stjórn Æskunnar: Formaður Haukur Berg, Svalbarðseyri, ritari, Stein- grímur Valdimarsson, Ileiðarholti, og gjaldkeri Hreinn Ketilsson, Sunnuhlíð, en fyrsta stjórn þess var: Ferdínand Kristj- ánsson, Meyjarhóli, fonnaður, Tryggvi Kristjánsson, Meyjarhóli, ritari, og Aðal- steinn Halldórsson, Geldingsá, gjaldkeri. Ferdinand hýr nú húi sínu í Spónsgerði, Tryggvi á heima á Akureyri, og Aðal- steinn er látinn. Lengst hefur starfað í stjórn félagsins Guðmundur Benedikls- son á Breiðabóli — eða helming alls starfstímans. Á níræðisafmælimi. Blaðamaður var sendur til Jónatans gamla á Elliheimilinu, þegar hann varð níræður, og meðal annars sagði hann við hann: „Þú hefur náttúrlega verið giftur?“ „Ha?“ „Þú hefur vitaskuld verið giftur?“ Jónatan heyrði, skók sig allan og hnuss- aði og sagði síðan: „Giftur, nei, giftur hef ég aldrei verið, en ég hef sosum ekki átt alltaf sjö dag- ana sæla samt sem áður, pilti minn.“ ★

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.