Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1962, Page 5

Skinfaxi - 01.04.1962, Page 5
lifði undir stjórn fimm konunga og dó með pennann í hendi sér 2. september 1872. Hann hafði sterkari áhrif á danskt þjóðlíf en nokkur annar Dani fyrr eða síðar, eða eins og Matthías kemst að orði: „Enginn dró á danskri tungu dýpri tón úr hreinni sál; í hans hjarta hörpur sungu heilla þjóða dvalins mál.“ Annar norrænn skálda- jöfur, Björnstjerne Björnsson, segir um hann: „Hans dagur var hinn mesti, sem Norðurlönd hafa séð.“ Og er það sannleik- ur, ekki aðeins hvað viðvíkur langri ævi, heldur með hliðsjón af verkum hans, því voldugra lífsverk með pennanum hafa Norðurlönd aldrei séð frá eins manns hendi. Það væri hægt að tilfæra marga atburði, ljóð og sögur frá seinni hluta 19. aldarinn- ar og allt fram á vorn dag, sem sýna áhrif Grundtvigs á þjóðlíf Dana. Vitandi eða ósjálfrátt komu fram erindrekar lífsskoð- ana hans, en merkasta vakningin birtist í starfsemi lýðháskólahreyfingarinnar. — Fyrsti lýðháskólinn var settur á stofn 1844 í Rödding í Suður-Jótlandi, og stofnun hans var bein afleiðing hinnar sterku þjóð- ernistilfinningar, sem í þessum landshluta andæfði gegn þýzkum áhrifum, en þau færðust mjög í vöxt eftir 1880, enda lögðu þeir seinna Suður-Jótland undir sig með sverði, og stýrðu því síðan með fullu tillits- leysi til danskrar tungu og menningar til 1920. Stofnun lýðháskólans í Rödding eiga Danir að þakka Christian Flor, manni af norskum ættum, sem var prófessor við há- skólann í Kiel. Flor var ekki einungis ákaf- lega hrifinn af lífsstefnu Grundtvigs, hann var einnig undir sterkum áhrifum af skáld- inu Adam Oehlenschláger, sem vakti skiln- ing Flors á skáldlistinni í þágu frjálsrar upplýsingar og lærdóms. Lýðháskólinn er þannig í og með barn rómantísku stefn- unnar, og ber kennsluaðferðin þess vott, því áherzla er lögð á að vekja ást á tung- unni og treysta böndin við ættjörðina með rækt við fornar sagnir um ættarkjarna kynstofnsins. Lýðháskólinn í Rödding náði þó ekki fullum vexti á þessu tímabili. Eftir 1864, þegar Suður-Jótland komst undir Þýzka- land, létu Þjóðverjar loka skólanum. Hann varð því úr sögunni um hríð, en lýðhá- skólahreyfingin danska var ekki til loka leidd þótt Þjóðverjar fengju vald yfir Suð- ur-Jótlandi. Landsmissirinn blés bara að glæðunum, svo að af þeim varð mikið bál. Lýðháskólahreyfingin fékk nú á næstu ár- um eftirtektarverða fulltrúa, sem börðust fyrir þjóðlegri vakningu, og lýðháskólar spruttu upp í öllum sveitum Danmerkur. T fararbroddi var merkilegur f jónskur skóla- maður, Christen Kold, sem fremur öðrum sannaði með kennsluaðferð sinni, að frjáls, munnleg fræðsla, sem veitir þekkingu á sögunni og þjóðfélaginu, er betra meðal til að skapa þegnskap og félagslund en dauður skylduærdómur. Hann hafði sinn skóla í Ryslinge á Fjóni, en í stað lýðháskólans í Rödding, sem Þjóðverjar hertóku með Suð- ur-Jótlandií, voru lagðir hyrningarsteinar að nýjum skóla nálægt landamærunum, og þar stendur nú Askov Höjskole, sem síðan hefur verið merkasti lýðháskóli Norður- landa. Frá lýðháskólanum í Askov eru komnir allir mætustu menn hinnar grundtvigsku fræðistefnu, en ekki skal ég þreyta les- endur mína á því að rekja nöfn þeirra og allra lýðháskólanna í Danmörku. Ég skal S K I N F A X I 5

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.