Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1962, Side 18

Skinfaxi - 01.04.1962, Side 18
Frá skrífstofu UMFI Skinfaxi. Vegna ritstjóraskipta kom Skinfaxi því miður ekki reglulega út á árinu 1961. Sá árgangur er aðeins tvö hefti, sem komu út í einu lagi. Á síðasta sambandsþingi var stjórn U.M.F.I. gefin heimild til þess að hækka áskriftargjald Skinfaxa, en þar sem aðeins voru gefin út tvö hefti síðast- liðið ár, mun stórnin ekki nota þá heimild. Gert er ráð fyrir að gefa út sem svarar fjórum heftum á þessu ári, en kannske verða þau sameinuð, tvö og tvö. Áskriftar- gjald Sinkfaxa verður þá kr. 30,00 eins og áður. Undanfarið hefur hverju ungmenna- félagi verið sent eitt eintak af Skinfaxa og mun svo gert framvegis. Nokkur félög hafa greitt heftið af frjálsum vilja og með því styrkt útgáfu Skinfaxa. Ber sérstak- lega að þakka þá aðstoð og vinsemd. Skúli Þorsteinsson að störfum á skrifstofu U.M.F.Í. Heimsóknir til héraðssambanda. Dagana 18. til 26. ágúst heimsótti fram- kvæmdastjóri 4 héraðssambönd, sýndi kvikmyndir frá landsmótinu á Akureyri 1955 og Laugum 1961, flutti ávörp og ræddi við forustumenn sambandanna: Iiéraðssamband Strandamanna — Hólma- vík — 19. ágúst. Ungmennasamband Skagafjarðar — Sauðárkróki — 22. ágúst. Ungmennasamband Austur-Húnvetninga — Skagaströnd og Blönduósi — 23. og 24. ágúst. Ungmennasamband Vestur-Hún- vetninga — Hvammstanga — 25. ágúst. Sýningargestir voru samtals á þriðja hundrað. hreyfingarinnar hér á landi, og ritið sjálft hlýtur að sjálfsögðu fyrst og fremst að fjalla um starf heildarhreyfingarinnar — Ungmennafélags íslands. Það væri hins vegar mjög æskilegt, að um leið og efnt er til þessarar sögu sé safnað handritum all- nákvæum að sögum einstakra ungmenna- félaga og þau yrðu síðan geymd í sögulegu heimildasafni U.M.F.I. Ætlunin er að láta prenta eða fjölrita eyðublöð, þar sem rita megi í aðaldráttum starfssögu einstakra ungmennafélaga, og senda stjórnum ungmennafélaganna með beiðni um að skrá á eyðublöðin sögu félags síns eftir gerðabókum og frásögn gagn- kunnugra manna. Ég vonast til að geta sent félögunum gögn þessi fyrir lok þessa árs og bið menn að taka sendingunni vin- samlega og ljúka skráningu á eyðublöðin eins fljótt og kostur er og senda mér síðan. Mun nánari grein verða gerð fyrir þessu í bréfi, sem fylgja mun. 18 S K I N F A X I

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.