Skinfaxi - 01.04.1962, Page 22
I.S.I. 50 ára.
Iþróttaþing I.S.l. var haldið í Reykjavík
dagana 14. og 15. september sl. Þingið var
sérstaklega helgað 50 ára afmæli samtak-
anna. Sambandsstjóri og framkvæmda-
stjóri U.M.F.I. voru gestir þingsins. Bene-
dikt G. Waage baðst undan endurkjöri eft-
ir langt og gott starf sem forseti I.S.Í., en
í stað hans var kosinn Gísli Halldórsson
arkitekt. Benedikt var kjörinn 1. heiðurs-
forseti I.S.I. I vetur fóru fram hátíðahöld
í tilefni af afmælinu. Þá var I.S.t. afhent
borðfánastöng að gjöf með fána U.M.F.I.
og þakkað gott samstarf.
Vaxandi starf.
Síðastliðið sumar var óvenju mikið um
heimsóknir og keppni ungmennafélaga og
héraðssambanda.
Starfsíþróttamót í Noregi.
Þriðja hvert ár er haldið meiriháttar
starfsíþróttamót í einhverju Norðurland-
anna. Slíkt mót fer fram í Noregi nú í
septembermánuði. Á mótum þessum mæta
keppendur og leiðbeinendur frá öilum
Norðurlöndum. U.M.F.I. sendir 19 manna
hóp til mótsins. Fararstjóri er Stefán Ól-
afur Jónsson.
Vinsemd þökkuð.
Ekkja Þórhalls Bjarnarsonar, hins vin-
sæla og virta brautryðjanda ungmennafé-
laganna, frú Jónína E. Guðmundsdóttir,
hefur gefið Ungmennafélagi Islands út-
gáfuréttinn að söngtextabókinni Vasabók-
in. Ungmennafélagi íslands er heiður að
þiggja gjöfina og þakkar hlýhug og vin-
semd.
Ben. G. Waage.
Úr skýrslum
béraðssambanda 1960
Ungmennasamband Norður-Þingeyinga.
Héraðsmót sambandsins var haldið 24.
júlí. Þrír sambandsfélagar tóku þátt í
meistaramóti Norðurlands á Akureyri.
Unnið var að skógrækt í Ásbyrgi.
Héraðssambandið Skarphéðinn.
Héraðsþing haldið í Hveragerði 21.—22.
jan. Bikarkeppni Skarphéðins fór fram í
Haukadal 21. febrúar. Sigurvegari Greipur
Sigurðsson. Piltar úr íþróttaskólanum í
Haukadal sýndu leikfimi. Sundmót Skarp-
héðins fór fram 29. maí í Hveragerði. Þátt-
taka frá fimm félögum. Þrjár samkomur
voru haldnar innanhúss í tilefni af fimm-
22
SKINFAXI