Skinfaxi - 01.04.1962, Side 23
Ársbréf sambandsstjórnar U. M.F. í.
Félagatal.
Árið 1961 voru í Ungmennafélagi Is-
lands 19 héraðssambönd með 173 félögum,
er töldu 9851 félaga. Fimm félög voru í
U.M.F.l. utan héraðssambands með 874
félagsmönnum. Félagar í U.M.F.Í. voru
því samtals 10725. Auk þess voru um 20
félög, sem ekki eru talin hér með, en þau
voru í vanskilum við héraðssamböndin.
Ætla má að í þeim félögum hafi verið um
1300 félagsmenn. Ungmennafélagar þá
samtals 12221.
Stjórn.
Stjórn sambandsins skipuðu: sambands-
stjórn, séra Eiríkur J. Eiríksson, þjóð-
garðsvörður, ÞingvöIIum; ritari, Jón Ólafs-
son, bóndi, Brautarholti; féhirðir, Ármann
Pétursson, skrifstofumaður, Reykjavík;
varasambandsstjóri, Skúli Þorsteinsson,
kennari, Reykjavík; meðstjórnandi, Stefán
Ólafur Jónsson, kennari, Reykjavík. Vara-
menn: Lárus Halldórsson, skólastjóri, Brú-
arlandi og Gestur Guðmundsson, skrif-
stofumaður, Reykjavík.
Starfsmenn.
Framkvæmdastjóri sambandsins var
Skúli Þorsteinsson. Skrifstofan var opin
tvær og hálfa klukkustund alla virka daga
nema laugardaga. 1 júní, júlí og ágúst var
hún opin lengur, þegar framkvæmdastjóri
var ekki að heiman á vegum sambandsins.
Framkvæmdastjóri var til viðtals í heima-
síma utan skrifstofutíma. Skrifstofa U.M.
F.f. er á Lindargötu 9 A. Ritstjóri Skin-
tíu ára afmæli sambandsins. Afmælismót
sambandsins fór fram í Þjórsártúni 23.
júlí. Keppt var í 15 íþróttagreinum. Um
300 manns tóku þátt í skrúðgöngu íþrótta-
manna. Sextíu piltar sýndu leikfimi. Þjóð-
dansa sýndu 120 manns frá 12 sambands-
félögum. Fjögur félög tóku þátt í knatt-
spyrnumóti sambandsins. Hafsteinn Þor-
valdsson og Þórir Þorgeirsson heimsóttu
sambandsfélögðin og leiðbeindu í íþróttum
og þjóðdönsum. Haldin voru tvö glímunám-
skeið. Sambandið sér um síðu í blaðinu
Suðurland og ræðir þar félags- og menn-
ingarmál. Sambandið styrkir kvikmynda-
töku í héraðinu, sem nú stendur yfir. Við
tilkomu hinna nýju og glæsilegu félags-
heimila og löggæzlusveita fer ástand í
bindindismálum batnandi. Sambandsþing
mælti gegn bruggun áfengs öls í landinu.
Sambandið vinnur að skógrækt við íþrótta-
völl sinn og veitir mikla aðstoð við gróður-
setningu í Þrastaskógi. Sum sambandsfé-
lögin sinna nokkuð starfsíþróttum. Ráðu
nautar Búnaðarsambands Suðurlands veita
tilsögn í búfjárdómum. Unnið er að ör-
nefnasöfnun og henni lokið í sumum fé-
lögunum. Sambandið hefur beitt sér fyrir
uppsetningu bæjar- og vegamerkja og mið-
ar því vel.
Félagsstarf hinna einstöku félaga er
misjafnt. Sum starfa af miklu fjöri, en þar
sem miður gengur vantar tilfinnanlega vel
hæfa forustumenn.
S K I N F A X I
23