Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1963, Page 3

Skinfaxi - 01.04.1963, Page 3
flytja skoðanir sínar í ræðuformi. Áherzla var lögð á, að frásögn væri ljós, skoðanir rökstuddar og málið væri hreint. Ekki var skortur á umræðuefnum. Dag- skrármálin voru valin við hæfi aldursflokk- anna, létt dægurmál, sem þó orkuðu á til- finningalífið og vöktu fjörugar umræður, og jafnvel hituðu ræðumönnum í hamsi. Þá vor rætt um þjóðmál, er voru efst á baugi, og biðu úrlausnar. Á þessum tíma var líf sveitafólksins fábreytt, tómstundir fáar og fátt um skemmtanir. Að loknum umræðufundum voru stund- um æfðar glímur, eða gengið til annarra gleðileikja. Ef veður var stillt og jörð auð, var glíman háð á vellinum. Þeir yngstu voru stundum sér í flokki og tókust fang- brögðum. Urðu þá oft harðar sviptingar, svo belti biluðu og saumar rifnuðu. Annars var þess gætt að kenna yngstu þátttak- endunum rétt glímutök. Annar þáttur félagsstarfsins var almenn skemmtisamkoma í hverju byggðarlagi a. m. k. einu sinni á vetri hverjum. Færustu menn, sem völ var á fluttu erindi á sam- komunum, ljóð voru flutt og sögur lesnar. Stundum voru þjóðlegir leikir um hönd hafðir. Loks var harmonikan tekin fram og dans stiginn allt til næsta morguns. Var þá mál að halda heim og sinna gegningum. Svo voru menn og meyjar ölvuð af gleði (ekki víni), að dansspor voru tekin á slétt- um svellum, ef þau urðu á leið ferðafólks- ins að heimaranni, og eins þó langt væri heim og þar biði önn dagsins án hvíldar eða svefns. Þessi hér nefndi félagsskapur hafði fest rætur í hverju sveitarfélagi Húnavatns- sýslu í byrjun aldar vorrar. Svo líða árin. Nýjum áfanga er náð á leið til sjálfstæðis. Vald alþingis aukið og íslenzkur ráðherra búsettur í Reykjavík. Ný alda fagnaðar og bjartra vona fór yfir landið. „Fjallkonan unga, yngst af Norðurlönd- um, / óminn fær heyrt af dáð frá systra ströndum," segir í Aldamótaljóðum H. H. Frá frændþjóðunum bárust vissulega hollir, hressandi og frjóvgandi menningar- straumar. Og eitt hið ágætasta, er frá þeim kom til sögueyjarinnar, var ungmennafé- lagshreyfingin. Starfsemi lýðskólanna á Norðurlöndum og ungmennafélaganna stefndi að sama marki og svo samslungin, að tæplega verð- ur á milli greint. Starfið var að þi-oska hið góða og göfugasta í einstaklingseðli hvers manns, gera honum skiljanlega þá ábyrgð, sem á hverjum manni hvílir, er öðlast þegnrétt í samfélagi manna. Þekkja skyldi og hver réttindi sín í þjóðfélaginu og skyld- ur við föðurlandið. Skilyrði átti að búa hverj um manni til að afla sér þeirrar þekk ingar, sem honum væri nauðsynleg, á hvaða starfsvettvangi, er hann kynni að velja sér. Fyrsta ungmennafélagið hér á landi var stofnað á Akureyri árið 1906. Aðalhvatamenn að stofnun félagsins, Jó- hannes Jósefsson og Þórhallur Bjarnarson, höfðu báðir kynnzt félagshreyfingunni er- lendis. En vagga ungmennafélaganna stóð í Noregi. Ári síðar, 1907, var stofnað ung- mennafélag í Gagnfræðaskóla Norður- lands á Akureyri. Flýtti það mjög fyrir út- breiðslu félaganna. Var skólinn þá, sem fyrr og síðar sóttur af mörgum mennta- þyrstum ungmennum úr flestum byggðum landsins, þó mest af Norðurlandi. Ymsir nemendur Gagnfræðaskólans gerðust síðar S K I N F A X I 3

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.