Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1963, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.04.1963, Blaðsíða 4
brautryðj endur fyrir boðskap ungmenna- félaganna heima í sínum byggðarlögum. Veturna 1907—9 dvaldi Sigurjón Jó- hannsson frá Höskuldsstöðum í Gagn- fræðaskólanum á Akureyri. Var hann einn þeirra, sem hreifst af hugsjónastefnu ung- mennafélaganna og hét því, að gróður- setja þann góða kvist í sinni sveit. Næstu árin voru þeir Páll Jónsson, Höskuldsstöð- um, og Magnús Björnsson í skólanum. Allir þessir menn gerðust síðan forustu- menn um stofnun Umf. Framsókn í Hösk- uldsstaðasókn. Var félagið stofnað endan- lega 11. janúar 1911. Tók félagið við af gamla Málfundafélaginu, er þá hafði lifað sitt fegursta. En margir voru félagsmenn þeir sömu, enda hlotið nokkurn félagsleg- an þroska. Höfðu þeir og vermzt við eld- skin þjóðvakningarinnar. Málfundafélögunum og ungmennafélög- unum svipaði saman um margt. Hvor tveggju reyndu að þjálfa félagsmenn sína í mælskulist. Á fundum beggja var reynt að brjóta til mergjar ýmis vandamál lífs- ins, cg dagskrármál þjóðarinnar tekin til meðferðar. Þá voru þjóðlegar íþróttir nokkuð iðkaðar í öllum þessum félögum. En þó var verulegur munur á eðlisein- kennum og stefnuskrám þeirra. Stefnuskrá ungmennafélaganna tók ekki aðeins til líðandi stundar og verandi kyn- slóðar. Þau settu sér hærra mark og kusu víðara verksvið. Ávextir starfsins skyldu vara, þó kynslóðir liðu og viðhorfin breytt- ust. Andlegur þroski og líkamleg hreysti hvers einstaklings var tilgangur uppeld- isins. Og samfara því ræktun og vernd þess, sem haldbezt reyndist til góðrar sam- búðar manna og félagslegra starfa. Allt þetta felst í ákvæði stefnuskrárinnar, að starfa á kristilegum grundvelli. Mannrækt- in var og er fegursta boðorð ungmennafé- laganna vegna þess, að aðeins sannmennt- aðir menn eru færir að ldífa örðuga hjalla mannlífsins. Þá hugsuðu félögin sér, að bætt skyldi fyrir syndir feðranna og landinu gefin ný skrúðklæði. Allt þetta, sem önnur verk- efni, er nánar skýrt í stefnuskrá ung- mennafélaganna. Mörgum eldri mönnum, miður frjáls- lyndum, fundust þessar göfugu hugsjónir ungmennafélaganna fráleitir loftkastalar og stefnuskráin yfirlætisleg. Æskan er bjartsýn og bráðlát, hugsar sér viðfangsefnin auðveldari en þau reyn- ast. En þó draumsjónir ungmennafélag- anna rættust margar seinna en vonað var, og sumar aldrei, geta þau vel unað dómi sögunnar um starf og stefnumál. Árið 1911 komu nokkrir ungir menn saman til að ræða um stofnun héraðssam- bands allra æskulýðsfélaga í Austur-Húna- vatnssýslu, en þá var aðeins eitt þeirra ungmennafélag. Var þessum mönnum ljóst eins og fleirum, að með samræmdri stefnu og starfi félaganna yrðu þau færari til virkra átaka um menningarmál héraðsins. Árangur viðræðnanna varð sá, að um áramótin 1911—12 rituðu þeir Jón Kristó- fersson, Köldukinn, og Níels Jónsson, Bala- skarði, öllum æskulýðsfélögunum í sýsl- unni og buðu þeim að senda fulltrúa á fund, sem haldinn skyldi á Blönduósi þ. 10. fe- brúar 1912. Var fundarefni það eitt að ræða um stofnun héraðssambands. Enginn gjörþekkir jurtina, lögun hennar og eðlisþætti, nema hann hafi skoðað alla parta hennar. 1 stuttu forspjalli hefur verið að nokkru 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.