Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1963, Qupperneq 5

Skinfaxi - 01.04.1963, Qupperneq 5
lýst rótum þeim, er S.U.A.H. er sprottið af, svo betur megi skilja starfsemi þess frá fyi'stu tíð. HÉRAÐSSAMBANDIÐ STOFNAÐ Starfstímabil þess árin 1912—1937. Viðbrögð félaganna urðu þau, að níu þeiira sendu fulltrúa á fundinn og voru það þessir: Frá Málfundafélagi Bólstaðarhlíðarhrepps: Hafsteinn Pétursson, Erlendur Erlendsson. Frá Málfundafélagi Svínavatnshrepps: Jón Pálmason, Páll Friðriksson. Frá Málfundafélaginu Framtíðin: Sigurgeir Björnsson, Guðmundur Sigurðsson. Frá Málfundafélagi Sveinsstaðahrepps: Magnús Jónsson. Frá Málfundafélaginu Fjólan: Kristófer Kristófersson. Frá Ungmennafélagi Blönduóss: Páll Jónsson, Ingibjörg Benediktsdóttir. Frá Kvenréttindafélagi Blönduóss: Rannveig Stefánsdóttir, Sigurrós Þórðardóttir. Frá Framsóknarfél. Laxdal: Níels Jónsson, Sigvaldi Sveinsson. Frá Ungmennafélaginu Framsókn: Sigurjón Jóhannsson, Magnús Björnsson. Mættur var og annar fundarboðandinn, er ekki var fulltrúi, Jón Kristófersson. Fundarstjóri var kosinn Jón Pálmason og ritari Ingibjörg Benediktsdóttir. Fyrst var tekið til umræðu aðalmál fundarins — stofnun héraðssambandsins. Urðu menn á eitt sáttir. Kosin var þegar nefnd til að semja frumvarp að lögum fyrir sambandið. Var frumvarp nefndar- innar samþykkt síðar á fundinum. Var þá og samþykkt að senda frumvarpið til fé- laganna og gefa þeim kost á að gera við það breytingartillögur, sem teknar yrðu til meðferðar á stofnfundi. Sigurjón Jóhannsson lýsti fyrir fundin- um, að Fjórðungssamband Ungmennafé- laganna á Norðurlandi mundi gefa kost á að íþróttamót yrði haldið á Blönduósi vorið 1913. Mælti framsögumaður fastlega með, að málið væri athugað og mótið undirbúið, ef fært þætti. Fundurinn fagnaði þessu til- boði og vísaði málinu til umsagnar félag- anna. Nefnd var kosin til að annast frek- ari aðgerðir í málinu. Nefndina skipuðu: Sigurjón Jóhannsson, Páll Jónsson og Ní- els Jónsson. önnur mál, sem rædd voru á fundinum voru: Ingibjörg Benediktsdóttir mælti fyrir því, að væntanlegt héraðssamband gæfi út vélritað blað eða handritað, ef ekki væri annars kostur, og tækju félögin virk- an þátt í framkvæmdinni. Var málið nokk- uð rætt, en engin ályktun gerð. Jón Kristófersson lagði til, að sambands- félögin fengju hinn kunna fræðimann Guðmund Hjaltason til að flytja fyrirlestra á félagsfundum eða almennum samkomum, er haldnar væru á vegum félaganna. Upp- lýsti ræðumaður, að Guðmundur mundi fara norður í Skagafjörð næsta haust. Fundurinn taldi æskilegt, að félögin gæfu þessu gaum og tækju málið til athugunar. Fjörugar umræður urðu um hófsemi, er Sigurgeir Björnsson framsagði, og jafn- réttismál kvenna og karla. En framsögu í því síðarnefnda hafði Rannveig Stefáns- dóttir. Ályktun var gerð út af jafnréttis- málinu á þá leið, að fundurinn teldi kröfur kvenfélaganna eðlilegar og réttmætar. Þann 30. marz 1912 var aðalstofnfundur héraðssambandsins haldinn á Blönduósi í veitingahúsinu, sem almennt var kallað þá „Vertshús“. Hjónin Kristján Halldórsson og Sigríður Sigurðardóttir ráku veitinga- SKIN FAXI 5

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.