Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1963, Page 8

Skinfaxi - 01.04.1963, Page 8
bandið. Er félagið enn starfandi og nú fjöl- mennt. Tvö félög, Umf. Framsókn í Höskulds- staðasókn. norðan Laxár, og Framtíðin í Torfalækjarhreppi, voru staðföst og virk sambandsfélög allt umrætt tímabil. Þegar líða fór á þriðja tug aldarinnar hnignaði mjög allt frjálst félagsstarf í hér- aðinu. Var þessi uppdráttarsýki í félags- skapnum orðin svo mögnuð, að sumir full- trúar á héraðsþinginu 1930 sögðu þau sorg- legu tíðindi úr sínu byggðarlagi, að ekki reyndist lengur hægt að halda löglega fundi í félögunum til að kjósa fulltrúa á Héraðsþing. Þeim félögum fækkaði árlega, sem sendu fulltrúa á þingin. Stjórn sam- bandsins beitti ýmsum ráðum til að end- urvekja félagslífið, en engar blóðgjafir dugðu. Loks var svo komið, að héraðsþing voru ekki haldin um árabil — frá 1933— 1937. Orsakir til þessarar algeru lömunar fé- lagsmálanna munu einkum hafa verið tvær: Á heimsstyrjaldarárunum, 1914— 1918, hækkaði verðlag á íslenzkum sem er- lendum vörum allverulega, en þó ekki meira en góðu hófi gegndi. Hins vegar hljóp gífurlegur vöxtur í verðlagið eftir stríðið á árabilinu 1918—1920. Á þeim árum voru mikil harðindi. Frá öndverðum vetri 1919—20 var haglaust um allt Norðurland og brá ekki til veru- legs bata fyrr en langt var liðið á vor. Til þess að halda lífi í búfénaði, urðu bændur að gefa honum innflutta fóður- vöru í stórum stíl, er þá var í gífurlegu verði. Menn horfðu þó vonglaðir fram á veginn, því talið var víst, að verð á ís- lenzkum útflutningsvörum héldist óbreytt eða jafnvel hækkaði. En um haustið brugð- ust þær glæstu vonir. Á næstliðnu sumri hafði orðið verðhrun á heimsmarkaðinum. Fyrir íslenzkar afurðir fékkst aðeins lítið brot þess, er áður var. Allan áratuginn fór verðlag lækkandi, og lág daglaun fylgdu í kjölfarið. Fjárhagskreppa þessi hélzt fram á fjórða tug aldarinnar og lamaði fram- kvæmdir allar og drap allt félagsstarf í dróma. Fleiri orsaka er að vísu óþarft að leita, en þó mun vaxandi óánægja með bindind- isheiti umf. hafa dregið mjög úr áhuga á samtökunum. Á síðustu héraðsþingum fyrir og um 1930 var mjög áberandi, að sumir fulltrúamir væru andvígir skuld- bindingum og sögðu félag sitt sama sinn- is. Þó voru allar tillögur, sem fram komu um að fella bindindisheitið úr lögum sam- bandsins, felldar með miklum meirihluta atkvæða. Eftir að þingin lögðust niður 1933 hélt stjórn S.U.A.H. áfram störfum í þágu þeirra framkvæmda, sem á því hvíldu. Á þessu árabili annaðist stjórnin sem áður um sundkennslu á Reykjum. Fékk hún styrk úr sýslusjóði til sundkennslunnar og aðstoð sýslunnar til að greiða eftirstöðvar af stofnkostnaði laugarinnar. Þó stjórn S.U.A.H. væri þessi ár um- boðslaus, reyndi hún að halda í horfinu þar til úr raknaði og aftur færðist líf í dofna limi sambandsins. En þeirri von hélt stjórnin allt ládeyðutímabilið. Vonin brást ekki. Nýr, glæsilegur starfstími umf. og sambandsins var skammt undan, og verð- ur hans hér síðar minnst. Loks skal gerð nokkuð gleggri skil þeim málum, sem sambandsdeildirnar höfðu til meðferðar á umræddu tímabili en gert hefur verið í framanskráðu yfirliti. 8 SKIN FAX I

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.