Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1963, Qupperneq 10

Skinfaxi - 01.04.1963, Qupperneq 10
skíðabrekkum. En leiðtogum samtakanna var Ijós hollusta og þroskagildi íþróttar- innar, og hvöttu sambandsdeildirnar til að gefa henni gaum. Sambandið keypti all- mikið af skíðum handa áhugamönnum inn- an félaganna. Með komu umf.-hreyfingarinnar í Húna- vatnssýslu vaknaði áhugi í héraðinu á fjöl- breyttum, hollum íþróttum, þ. á m. sundi, sem felur í sér beztu kosti allra þeirra. Þó að nokkrir góðir sundmenn væru til í héraðinu, var íþróttin lítils metin og fjöld- inn gat ekki fleytt sér í vatni. En nú urðu þáttaskil. Æskulýðsfélögin byggðu hvert af öðru kaldar laugar eða sundpolla í heimalandi sínu. Var sund kennt tvær til þrjár vikur á vori hverju. Þessar köldu laugar gáfust fremur illa, þó að misjafnt væri eftir því, hvar þærvoru staðsettar. Þótti varla fært öðrum en full- orðnum mönnum og fullhraustum og þá einstaka hörkustrákum, að busla í köldu vatninu lengi dags, jafnvel oft í kalsa veðri. Þó lærðu þarna margir að fleyta sér og urðu sumir, er héldu áfram sjálfsnámi, góðir sundmenn. Nokkrir þeir, sem stund- uðu framhaldsnám í heitum laugum, tóku síðan að sér sundkennslu og miðluðu öðr- um af leikni sinni. Sundlaugin á Reykjum, Reykjabraut. Á Reykjum er jarðhiti sem nafnið bend- ir til. Vatnið í uppsprettunni er um 76 gráðu heitt mælt á Celsíus. Snemma á tím- um mun volga vatninu hafa verið veitt í lægð skammt fyrir neðan hana og hlaðinn torfgarður framan við lægðina. Þessi poll- ur var notaður fyrir böð og sund. En fyrstu áreiðanlegar heimildir um sundkennslu á Reykjum eru frá 1823. Það ár var sund- kennari Jón Þorláksson Kjærnested. Kenndi hann það vor tuttugu nemendum. Þar sem svo mikill áhugi var á sundnámi á þeim tíma, má líklegt telja, að kennt hafi verið fleiri ár, þó öruggar heimildir fyrir því skorti. En sagnir herma þó, að á seinni hluta 19. aldar hafi sund verið kennt á Páll Kristjánsson, Reykjum, Reykjabraut. Reykjum við og við. Og á fyrsta áratug tuttugustu aldarinnar var kennt sund á Reykjum, ár í senn, en ekki stöðugt, fyrr en héraðssambandið hóf framkvæmdir við aðgerð á sundlaugarstæðinu og annaðist sundkennsluna. Á héraðsþingi 16. des. 1913 bar annar fulltrúi Umf. Sveinsstaðahrepps, Magnús Halldórsson, fram tillögu félags síns um, að sambandið beitti sér fyrir endurbygg- ingu sundlaugar á Reykjum og ræki þar árlega sundkennslu. Tillögunni var ein- róma fagnað og samþykkt að fela Birni Frímannssyni smiði, sem staddur var á fundinum, að skoða staðinn og gera áætlun um framkvæmdir. Á næsta þingi, 13. jan- úar 1913, var samþykkt að byggja nothæfa 10 5KINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.