Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1963, Side 16

Skinfaxi - 01.04.1963, Side 16
fjárhæð og veitti málinu margs konar ann- an stuðning. Á þessu þingi, árið 1949, var samþykkt, að samtökin beittu sér fyrir töku héraðs- kvikmyndar. Var síðar samið við Kjartan Ó. Bjarnason um myndatökuna. Fleiri félagssamtök í héraðinu lögðu fé af mörkum til gerðar kvikmyndarinnar, enda framkvæmdin fjárfrek. Aðrar stofnanir, sem U.S.A.H. styrkti með nokkrum fjárframlögum, voru: Kvennaskólinn á Blönduósi, Reykjalaug, Sundlaug Skagstrendinga og félagsheimil- ið Húnaver í Bólstaðarhlíðarhreppi, er hlaut t. d. 43 þús. kr. framlag. Þá er að geta þyngsta fjármálabaggans, sem sambandið ber á herðum sér, félags- heimilisins á Blönduósi. Á héraðsþinginu árið 1951 er því fyrst hreyft, að nauðsyn væri, að byggja félags- heimili, sem yrði miðstöð fyrir félagsstarf- ið í héraðinu. Reyndist samkomuhúsið á Blönduósi þegar of lítið og svaraði ekki kröfum tímans. Héraðsþingið samþykkti að veita málinu stuðning og verða meðeig- andi í félagsheimilinu, þegar það yrði byggt. Engar áætlanir lágu þá fyrir um stærð hússins og því ekki heldur áætlun um byggingarkostnað. Á héraðsþinginu 1956 er málið tekið fyrir á ný. Hafði þá sveitarstjórn Blöndu- óshrepps tekið forustu í málinu, látið gera frumteikningar að félagsheimili, sem reisa skyldi á Blönduósi, og sótti um lögboðinn styrk úr Félagsheimilasjóði. Hafði íþrótta- fulltrúi gefið samþykki sitt til að heim- ilið yrði reist. Lausleg áætlun lá fyrir um stærð húss- ins og byggingarkostnað. Á þessu héraðsþingi, 1956, var sam- þykkt, að U.S.A.H. gerðist meðeigandi í féiagsheimilinu að 15 af hundraði af fram- lagi eigenda. Á næsta ári, 1957, var stofnað eigenda- félag félagsheimilisins. Eigendur voru auk U.S.A.H. Blönduóshreppur, Austur-Húna- vatnssýsla og fimm félög á Blönduósi. Allir aðilar voru sammála í höfuðatriðum um byggingu hússins, en deilt var lengi um staðsetningu þess og stærð. Um síðir náð- ist þó samkomulag um hvorttveggja. I deilu þessari báru þeir sigur af hólmi, sem vildu byggja svo stórt og vandað hús, að það fullnægði ekki aðeins fyllstu kröfum líðandi stundar, heldur mundi og endast til síns hlutverks um langan aldur. Húsið er enn í byggingu, en nokkur hluta þess þegar tekinn í notkun. Þykir nú sýnt, að byggingarkostnaður, að viðbættu verði húsbúnaðar, verði allt að sjö millj- ónir króna. Án þátttöku U.S.A.H. hefði reynzt erf- itt að leysa þetta stórmál, og víst má telja, oð ógerlegt hefði verið að byggja húsið svo stórt og vandað sem það verður. Fjár- framlag sambandsins er mikið og krefst mikils dugnaðar og fórnfýsi að inna það af höndum. En fyrir það fæst líka mikið. Húnavakan, sem er annað óskabarn U.S. A.H., fær þarna húsnæði við sitt hæfi. Verið er að byggja íþróttavöll skammt frá félagsheimilinu. Þegar hann er full- gerður, verður hann og heimilið notað jöfn- um höndum fyrir héraðsmótin. Hafa Umf. Hvöt á Blönduósi og U.S.A.H. annazt byggmgu vallarins. Hafa þau lagt fram þann hluta kostnaðarins, sem umfram hef- ur orðið framlög (styrki) hins opinbera. Þó að ekki verði með sanni sagt, að U.S. A.H. hafi haft úti allar klær til að afla sér 16 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.