Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1963, Síða 17

Skinfaxi - 01.04.1963, Síða 17
tekna, þá hefur það reynzt aflaldó síðustu fimmtán árin, enda hefði það annars ekki getað veitt styrki á báðar hendur til ýmissa þrifaframkvæmda í héraðinu. Félagsheimilið, Blönduósi. Húnavakan hefur frá sinni fyrstu tíð gegnt margs konar hlutverki. Fólkið hefur átt þar kost á ódýrum, hressandi skemmt- unum, fengið forsmekk af fögrum listum í söng og sögnum, leik og ljóði. Þá hefur „vakan“ veitt þeim, sem listamennt þrá, tækifæri fleiri en annars til að æfa hug- stæðar listir í fórnfúsu starfi og láta ljós sitt skína á almannaleiðum. Húnavakan hefur og verið sá aflgjafi, sem gert hefur Héraðssambandinu kleift að ráðast í fjárfrekar framkvæmdir og jafnhliða veita verulega styrki til margs konar annarra framfara í héraðinu, eins og fyrr hefur verið frá sagt. Þrátt fyrir mikinn tilkostnað, því að ekk- ert hefur verið til sparað, hefur reynslan orðið þessi. Má þakka það fórnarstarfi þeirra, er að skemmtununum unnu og fjöl- menni því, sem vökurnar sækir. Hreinar tekjur af héraðsmótunum hafa verið nokkrar, en aldrei náð hárri upphæð, því þó að þau væru fjölsótt var tilkostnað- ur eðlilega mikill. ÍÞRÓTTIR Síðustu fimmtán ár í sögu U.S.A.H. hef- ur verið mikil gróska í íþróttastarfsemi sambandsins og árangur orðið eftir því. Keppni við önnur héraðssambönd. Árið 1953 keppti U.S.A.H. í frjálsum íþróttum við Ungmennasamband Dala- manna. Keppnin fór fram að Nesodda í Dalasýslu. U.S.A.H. vann keppnina með 105:79 stigum. Árin 1956, 1957 og 1958 keppti U.S.A.H. við Ungmennasamband Strandamanna. U.S.A.H. sigraði í öll skiptin. Þá kepptu U.S.A.H. og U.M.S.B. einnig í frjálsum íþróttum árið 1960. Þá keppni vann U.M.S.B. með 761/j : 75i/2 stigum. Sumarið 1961 fór fram þriggja sam- banda keppni í frjálsum íþróttum á Ferju- kotsbakka í Borgarfirði Þar kepptu Í.A., U.M.S.B. og U.S.A.H. Keppiíina vann íþróttabandalag Akraness, fékk 123 stig, U.S.A.H. 118 stig og U.M.S.B. 112 stig. Sigrar U.S.A.H. á þessum mótum eru ávextir mikils starfs sambandsins og sam- bandsdeildanna og fórnarvilja einstakling- anna. Segja má, að allt íþróttalið U.S.A.H. stæði sig með prýði í drengilegum leik við vaska mótherja. en beztum árangri náðu á þessum mótum: Pálmi Jónsson, Hörður S K I N F A X I 17

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.