Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1963, Qupperneq 24

Skinfaxi - 01.04.1963, Qupperneq 24
Stjórn U.S.A.H. 1962. Frá vinstri: Stefán Á. Jónsson ritari, Ingvar Jónsson form., Pétur Sigurðss. gjaldk. Sambandsfélögin Frá fyrstu dögum Héraðssambands Austur-Húnavatnssýslu hafa mörg félög verið innan vébanda þess, sem nú eru horf- in af sviðinu. Hér verður þeirra þó að nokkru getið ásamt þeim félögum, er nú skipa U.S.A.H. Ungmennafélagið Framsókn. Að lokinni messu í Höskuldsstaðakirkju á jóladaginn árið 1910 komu nokkur ung- menni saman á fund, er Sigurjón Jóhanns- son hafði boðað. Á fundinum mælti hann fyrir, að stofnað yrði ungmennafélag í Höskuldsstaðasókn. Nefnd var kosin til að semja lög fyrir vtentanlegt félag og boða til stofnfundar. Nefndina skipuðu: Sigurjón Jóhannsson, Magnús Björnsson Sveinn Hannesson, Steingrímur Davíðsson og Vilhelmína Andrésdóttir. Stofnfundur félagsins var haldinn að Höskuldsstöðum þ. 8. jan. 1911. Stefnu- skrá félagsins var sú sama og annarra ungmennafélaga landsins. í aðalstjórn fé- lagsins voru kosnir: Sigurjón Jóhannsson formaður, og meðstjórnendur Magnús Björnsson og Páll Steingrímsson. Áður en umf. var stofnað hafði um nokkurra ára bil starfað málfundafélag í sókninni. Því stýrði Jakob Frímannsson frá Kjalarlandi, gáfumaður og ljóðskáld gott. Var hann þá barnakennari þarna á svæðinu. Var hann áhugamaður mikill um öll menningarmál. Mörg fyrstu árin var félagið fjölmennt. Flest ungt fólk á félagssvæðinu gekk í fé- lagið þegar á fyrsta starfsári þess. Félags- fundir voru vel sóttir, umræður fjörugar og hugsjónaeldurinn brann glatt í ungum brjóstum. Á flestum fundum voru lesin upp ljóð eða valdar sögur eftir öndvegis- skáldin. Félagsblaðið Neisti var lesið upp á fundunum. Blaðið, sem var handritað, kom fyrst út árið 1912 og lengi síðan. Margir félagsmenn skrifuðu í blaðið um dagskrármál félagsins og önnur hugðar- efni, birtu þar frumort ljóð og sögur. Eftir málfundinn var gengið til leika, ef veður var gott. Æfðar voru glímur og knattspyrna. En fótknött keypti félagið á fyrsta starfsári sínu 1911. Var Sigurjón Jóhannsson mikill áhugamaður um íþróttir allar sem önnur félagsmál. Hann hafði æft knattleik á Akureyri og kenndi nú fé- lögum sínum. Árið 1911 byggði félagið sundpoll í Grenjagili, niður við sjó, í landi Höskuldsstaða og fékk til sundkennslu Stefán Vagnsson, nú búsettan á Sauðár- króki. Kenndi hann þar tvö vor. Ekki var síðan kennt sund í Grenjagili, enda beind- ust þá sjónir manna til Reykjalaugar. Ungmennafélagið Framsókn vildi eftir beztu getu leggja skógræktinni lið,en skóg- 24 S K I N F A X I

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.