Skinfaxi - 01.04.1963, Side 34
bandsdeild í U.S.A.H. 1938, er sambandið
var endurreist og hefur skipað þar sæti
síðan. Margir beztu starfsmenn U.S.A.H.
eru Fram-félagar: Má þar fyrst til nefna
Ingvar Jónsson, sem nú er stjórnarformað-
ur U.S.A.H. og Fritz Magnússon, sem
lengi hefur verið ötull starfsmaður sam-
bandsins á Húnavöku og héraðsmótum, svo
og fleiri, þó að ekki verði nefndir hér. Þá
hefur leikflokkur Fram, eins og áður grein-
ir, lagt á sig mikið erfiði til að gera veg
U.S.A.H. sem mestan og veita þeim mörgu,
sem leikhúsið sóttu, ánægju og göfgandi
stund.
Félagar Ungmennafélagsins Fram eru
nú 53 að tölu. Núverandi stjórn félagsins
skipa: Formaður Friðjón Guðmundsson,
meðstjórnendur Guðmundur Guðnason og
Adólf Berndsen.
Ungmennafélag Þingbúa.
Á stofnfundi Sambandsfélags Austur-
Húnavatnssýslu 30. marz 1912 mættu full-
trúar frá Ungmennafélagi Sveinsstaða-
hrepps. Hafði félagið áður heitið Mál-
fundafélag Sveinsstaðahrepps. Ungmenna-
félagið var sambandsfélag til ársins 1915,
en hvarf þá af sviðinu, en hefur starfað
eitthvað lengur á heimaslóðum.
Árið 1935, þann 25. ágúst, var á ný
stofnað ungmennafélag í Sveinsstaða-
hreppi, sem hlaut í skírninni nafnið Umf.
Þingbúa.
Hvatamenn að stofun félagsins voru
sr. Þorsteinn Gíslason í Steinnesi og Hall-
dór Jónsson bóndi að Leysingjastöðum.
Skipuðu þeir fyrstu stjórn félagsins ásamt
Ölafi Magnússyni bónda á Sveinsstöðum.
Formaður var kjörinn Halldór Jónsson.
Var hann óslitið formaður félagsins til árs-
ins 1941 og fleiri tímabil síðar.
Ungmennafélag Þingbúa hefur m. a.
unnið við skógrækt í Ölafslundi móti öðr-
um aðilum.
Skáktafl hafa félagsmenn stundað mik-
ið. Hafa Sveinstæðingar löngum sent
snjalla taflmenn á skákmótin. Er Jónas
Halldórsson nú skákmeistari Norðurlands.
Stjórn Ungmennafélags Þingbúa skipa
nú: Ellert Pálmason formaður, Magnús
Pétursson og Björn Magnússon, með-
stjórnendur.
Ungmennafélag Svínavatnshrepps.
Félagið var stofnað að Stóra-Dal 25. fe-
brúar 1928. Stofnendur félagsins voru 37
að tölu, fullorðnir menn og unglingar.
Kosnir voru í fyrstu stjórn þess Björn
Pálsson, Jón Guðmannsson, Guðrún Jónas-
dóttir.
Félagið hélt oft málfundi og skemmtan-
ir, bæði innbyrðis og almennar samkomur.
Árið 1936 byggði félagið samkomuhús
úr steinsteypu. Stendur húsið við Sléttá,
skammt frá Auðkúlurétt, neðan við mynni
Sléttárdals, enda er húsið nefnt Dalsmynni.
Svínavatnshreppur kostaði byggingu húss-
ins að einum þriðja hluta.
Áður fyrr starfaði málfundafélag í
Svínavatnshreppi. Var það félag eitt af
stofndeildum. S.U.A.H. árið 1912 og starf-
aði innan sambandsins fyrstu tíu árin, eða
fram yfir 1920.
Ungmennafélagið Vatnsdælingur.
Félagið var stofnað að Hofi í Vatnsdal
1. apríl 1925. Var félagið arftaki Málfunda-
félags Áshrepps, er hafði áður starfað í
dalnum um langt skeið, og meðal annars
34
SKINFAX I