Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1963, Qupperneq 43

Skinfaxi - 01.04.1963, Qupperneq 43
Eftirmdli Þeim má ljóst vera, er starfað hafa að félagsmálum U.S.A.H. eða sambandsdeild- anna, að hér að framan hefur verið farið of fljótt yfir fimmtíu ára starfssögu. Sjálfsagt finnst ýmsum mörgu sleppt, er frásagnar var vert, og eitt og annað fleira ábótavant. Ég, sem hef ritað þessi sögu- brot, er auðvitað ekki dómbær á eigin hand- brögð, en finn þó vel gallana. En hvað snertir önnur skilyrði til þessa verks, verð- ur það að segjast, að þau hafa verið hin erfiðustu. Margar mikilvægar heimildir fyrir starfssögu sambandsins og deilda þess hafa ekki verið fyrir hendi. Margar þinggjörðir U.S.A.H. virðast hafa glatazt og líkt er ástatt með gjörðabækur Sam- bandsfélaganna. Þá var og mjög bagalegt hve erfitt reyndist að afla þeirra gagna, er þó voru til í vörzlum félagsdeildanna, og það hvað naumur tími gafst til úrvinnslu þeirra gagna, er þó komu. Loks má geta þess, að stærð ritsins er allt um of takmörkuð, og hefur þó ritstjórinn, séra Eiríkur Eiríks- son, gert sitt bezta til að rýmka stærðina svo sem kostur var. Þá hefur samþjöppun efnisins valdið miklum erfiðleikum og orð- ið til þess að ritið er ófullkomnara en efni stóðu þó til. Þrátt fyrir allt þetta vona ég, að sögu- ágripið gefi nokkuð sanna mynd af starfi U.S.A.H. og deildum þess á liðnu fimmtíu ára skeiði. Þegar ég lít um öxl, vil ég þess eins óska, að samtök U.S.A.H. megi ætíð vinna í anda þeirra hugsjóna, er fyrst mörkuðu stefnu ungmennafélaganna. Islandi allt. St. D. Ungmennafélag íslands ámar U.S.A.H. heilla í tilefni af 50 ára afmælinu og þakkar gott samstarf á liðnum árum. Stjórn U.M.F.Í. Gestamót. Stjórn U.M.F.Í. hefur í vetur haldið 2 fundi með ungmennafélögum utan af landi, sem dvelja í Reykjavík um stundarsakir. Gert er ráð fyrir að sir.na því máli hetur næsta vetur. Afmæli. Ungmennasamband Austur-Húnvetninga hélt há- tíðlegt 50 ára afmæli sitt 24. febrúar sl. Guðjón Ii.gimundarson á Sauðárkróki mætti í hófinu fyrir hónd U.M.F.Í., flutti ávarp og færði sambandinu fánastöng ásamt fána U.M.F.f. að gjöf. Ungmennasamband Kjalarnesþings hélt hátíðlegt 40 ára afmæli sitt 17. marz sl. Sambandsstjóm U.M. F.í. var boðin í hófið. Framkvæmdastjóri U.M.F.Í. flutti ávarp og afhenti afmælisgjöf. Sk. Þ. Héraðsþing. Héraðsþing Héraðssambands Suður-Þingeyinga var haldið að Skjólbrekku við Mývatn dagana 30. og 31. marz 1963. Framkvæmdastjóri U.M.F.f. sat þingið. Þingið var mjög vel sótt og fór fram með myndarbrag. S K I N F A X 43

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.