Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1968, Page 8

Skinfaxi - 01.12.1968, Page 8
Fjölsóttar útihótfðir Útiskemmtanir á sumrin draga til sín mikinn mannfjölda, einkum ungt fólk. Sumrin eru stutt hér á landi og engan þarf að undra þótt fólk hafi meiri mæt- ur á útiskemmtunum en öðrum mann- fagnaði meðan þeirra er kostur. Á und- anförnum árum hefur stórum úti- skemmtunum með fjölbreyttum dag- skráratriðum farið fjölgandi og hafa þær orðið tilefni margra skrifa og mik- illa umræðna. Á flestum slíkum skemmtunum eru unglingar í miklum meirihluta og skapar það að sjálfsögðu ýmis vanda- mál og leggur ábyrgð á hendur þeim, sem fyrir hátíðahöldum standa. Ætla má, að skilningur á lausn þessa vanda, er knýr að dyrum félagsheimil- anna sé það almennur, að úr stofnun umræddra samtaka gæti orðið. UMFf átti frumkvæði að máli þessu fyrir um það bil áratug, þó ekki yrði úr stofnun samtakanna þá, (sbr. upphaf greinar- gerðar). Þörfin er hinsvegar brýn og engum nær að leysa hana, en hinum frjálsu félagasamtökum, er hér eiga hlut að máli. Því ber að vekja málið upp aftur og hrinda því í framkvæmd. Það má vera ungmennafélögum mik- ið ánægjuefni að hvarvetna hafa hinir beztu menn í ræðu og riti talið lands- mót UMFI hafa verið hinar beztu fyr- irmyndir varðandi prúðmannlega fram komu og menningarlegan skemmtana- máta æskufólks. Landsmótin á Laug- arvatni fyrir þremur árum og Eiðamót ið í sumar eru flestum í fersku minni. Á þessum stöðum sannaðist að vmga fólkið getur skemmt sér við útilíf, dans, íþróttir og fjölþætt dagskráratr- iði og haft óblandan ánægju af án þess að örli á drykkjuskap eða ólátum, sem teljandi sé. Því miður verður ekki sama saga sögð um ýmsar aðrar útiskemmtanir, og margir hafa spurt þeirrar spurn- ingar, hvernig á þessu standi þar sem að stórum hluta er um sama fólkið að ræða á landsmótum UMFÍ og öðrum útihátíðum. Hátíðir æskunnar Ekki orkar það tvímælis, að höfuðá- stæðan fyrir menningarbrag landsmóta UMFÍ er góð skipulagning og sú hug- sjón, sem að baki þeim stendur með föstum rótum í íslenzkri þjóðmenn- ingu. Það leggur enginn af stað á lands- mót UMFl í þeim tilgangi að drekka 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.