Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1968, Page 10

Skinfaxi - 01.12.1968, Page 10
Frá undirbúningi Húsafcllsmótsins. Vilhjálmur Einarsson formaður UMSB fylgist með framkvæmdum. Mjög var vandað til undirbúnings hátíðarinnar. um verzlunarmannahelgina. Áf engis • neyzla er stranglega bönnuð, og þeir sem sáust drukknir voru tafarlaust fjarlægðir, en þá mátti telja á fingrum annarrar handar. Mislyndir veðurguðir Að Húsafelli kom gífurlegur mann- fjöldi, líklega 14—15 þúsund manns. Náttúrufegurð staðarins laðar marga til sín, og auk þess hafði verið skipu- lögð mjög fjölbreytt skemmtidagskrá. Því miður var veður mjög óhagstætt á laugardeginum og spillti það öllum brag hátíðarinnar. En á sunnudeginum var veður gott og fór þá m. a. fram í- þróttakeppni og íþróttasýningar. For- ráðamenn mótsins telja að um 3—4 þúsund unglingar hafi komið til móts- ins án fylgdar fararstjóra eða foreldra, en mikið var um að fjölskyldur sæktu mótið. Nokkuð bar á ölvun unglinga, einkum í hinu slæma veðri aðfarar- nótt sunnudags og setti það auðvitað blett á þessa annars myndarlegu hátíð. Þarna var þó um tiltölulega fámennan hóp unglinga að ræða. Lögreglan hafði afskipti af 60—70 unglingum vegna ölvunar, en allur þorri unglinganna kom mjög vel fram. Forráðamenn Húsa fellsmótsins höfðu lagt mikla áherslu á það að ekki yrði neytt áfengis á mót- inu og er leitt til þess að vita að fá- mennur hópur uppivöðslufólks skuli reyna að eyðileggja þá viðleitni. Mikil vinna og kostnaður var lagður í undir- 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.