Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1968, Page 14

Skinfaxi - 01.12.1968, Page 14
töku á sambandsráðsfundinum í októ- ber sl. Framhald skákkeppni Þessi keppni þótti takast svo vel að stjórn UMFl ákvað að leitast við að halda áfram að gangast fyrir slíkum skákmótum á vegum ungmennafélags- hreyfingarinnar. Var leitað til Skák- sambands Islands um álit og aðstoð og fengust þar mjög jákvæðar undir- tektir. Hefur tekizt hin ágætasta sam- vinna þessara aðila um þessi mál og er UMFl Skáksambandinu þakklátt og þá sérstaklega framkvæmdastjóra þess, Þóri Ólafssyni, sem veitt hefur mikil- væga aðstoð með samningu reglugerð- ar um Skákþing Ungmennafélags Is- lands. Á sambandsráðsfundinum í október lagði stjórn UMFl fram eftirfarandi til- lögu um framhald skákkeppni á veg- um UMFl ásamt meðfylgjandi reglu- gerð um hana. Tillagan: Sextándi sambandsráðsfundur UMFÍ 1968 samþykkir að UMFÍ komi á fót árlegri sveitarkeppni í skák í svipuð- formi og keppnin á þessu ári, sem lauk á Landsmótinu á Eiðum. Næsta keppni verði vorið 1969. Þátttaka sé jafnan heimil öllum sambandsaðilum UMFl. UMFl útvegi til keppninnar verð- launagrip. Skal það vera farandgripur, er afhentur skal sigursveit hverju sinni til varðveizlu til næsta árs. Keppnin fari fram samkvæmt eftir- farandi reglugerð, sem samin er í sam- ráði við Skáksamband íslands. Reglugerð um sk'ákþmg UMFÍ 1. Mót þetta skal haldið árlega á tíma- bilinu frá 15. maí, og skal mótið auglýst með minnst eins mánaðar fyrirvara. 2. Keppt skal í fjögurra manna sveit- um og má hvert héraðssamband og hver beinn aðili að UMFÍ senda eina sveit. Heimilt er að hafa 2 vara- menn í hverri sveit að auki. 3. I hverri sveit mega eigi vera sterk- ari menn en sem hér segir: — 2 menn úr landsliðs- og meistarafl. 1 maður úr 1. fl. (samkv. viður- kenndri flokkaskipt. Skáksamb. ís- lands). 1 maður úr II fl. — Vara- menn: 1 maður úr meistaraflokki 1 maður úr II fl. —- Varamenn mega aðeins tefla 50% af skákfjölda að- almanna. 4. Telft skal eftir viðurkenndum regl- um S. I. og skal UMFl hafa samráð við stjórn S.I. um tilnefningu skák- stjóra. 5. Skákstjóri setur nánari reglur um keppnistilhögun hverju sinni með tilliti til fjölda þátttakenda og að- stæðna, en stungið er upp á þessum tímatakmörkunum til að auðvelda framkv. mótsins: Hver keppandi skal hafa 1 x/z klst, fyrir fyrstu 40 leikina, en síðan skal skákinni lokið á ^ klst. 6. Telft skal til úrslita á áðurnefndu tímabili, nema þau árin sem lands- mót UMFÍ fer fram. Þá skulu und- anrásir telfdar á nefndu tímabili, en síðan skal telft til úrslita á lands- mótinu á aðalmótsstað. 7. Sigursveitin skal hljóta titilinn —- „Skákmeistari UMFÍ“. 14 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.