Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1970, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.08.1970, Blaðsíða 3
í SKINFAXI 1 ^—-—— —— —----------———-——j Tímarit Ungmennafélags íslands — LXI. árgangur — 4. hefti — 1970 — Ritstjóri Eysteinn Þorvaldsson — Út koma 6 hefti á ári hverju, hvert 32 síður. Starfið og landsmótin Það þarf víst engum að segja sem einhver kynni hefur af ungmennafélögum og þeirra starfi, að landsmót er framundan næsta sumar. Það virðist líka vera ríkjandi almenn bjartsýni um að Skagfirðingum muni vel til takast um framkvæmd þessa móts. Um gildi mótanna er það að segja að svo mikill þáttur eru þau í starfi og íþróttalífi hér- aðssamþandanna og um leið íþróttalífi lands- manna i heild að þar má ekki kasta til hönd- um, enda er framkvæmd þeirra ekki falin öðrum héraðssamþöndum en þeim, sem vissa er fyrir að geti haldið mótin af myndarskaþ. Iþróttafólk vítt um land, sem margt leggur á sig margra ára starf með landsmót sem að- almarkmið, á kröfu á því, að þar sé vel að öllu búið. Sá gífurlegi fjörkippur, sem verður í íþróttalífi aðildarfélaga UMFÍ landsmótsár- m, er ótrúlega mikill. Hinu er ekki að leyna, að óeðlilega mikil lægð myndast á milli mót- anna og virðist mér nú að kraftaverk þurfi til, ef sum héraðssamböndin eiga að ná þeim árangri, sem þau náðu síðast. Hér þarf sann- arlega að spyrna við fótum. Árin milli lands- móta ættu ekki að vera verri hvað árangri viðvíkur en landsmótsár þar á undan, en hvert landsmót ætti að gefa tilefni til að komast Þrepi ofar. Starf héraðssambandanna er vissu- lega misjafnt og veltur þar á mestu að foryst- an sé góð. Efniviðurinn er allsstaðar. Aðal- vandamál í strjálbýlinu er þjálfaraskortur sem reyndar er landlægur, sérstaklega í frjálsíþrótt- um. Þar hefur mér dottið í hug sá möguleiki að UMFÍ starfræki leiðbeiningar bréflega og íþróttafólk geti fengið send „æfinga- prógröm", undirbúin af hæfum mönnum. Ekki get ég látið hjá líða að minnast á afsök- un, sem margir bera við vegna ónógs dugn- aðar; það er, að ekkert þýði að gera, þar sem sum héraðssamþöndin séu of sterk íþróttalega séð, og hafi svo mikið af „topþ- mönnum“. Þetta hljómar sjálfsagt vel í eig- in eyrum, en landsmótin eiga ekki að vera þannig að þar geti óæfður eða lítið æfður maður komið og „hirt stig“. Að síðustu vil ég segja þetta: Ef eitthvert héraðssamband hefur ekki hafið undirbúning fyrir komandi landsmót, þá byrjið strax, jafn smáir sem stórir. Gerum landsmótið á Sauðárkróki að glæsilegri íþróttahátíð með mikilli þáttöku allra félaga, sem eiga þess kost að senda þangað þáttakendur. Pálmi G. SKINFAXI 3

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.