Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1970, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.08.1970, Blaðsíða 23
Einstaklingskeppni í borðtennis. Dómarinn situr í 2VÉ—3ja metra fjarlægð frá borðinu. Leikurinn er í því fólginn að slá knött- inn fram og aftur yfir netið á borðshelm- ing mótherjans. Auðvitað er reynt eftir megni að slá knöttinn þannig á borðs- helming mótherjans að hann geti ekki sent knöttinn rétt til baka. Til þess eru notaðir spaðar, kallaðir borðtennisspað- ar, sem geta verið ýmisskonar og af margvíslegri lögun. Þeir eru almennt taldir beztir, sem eru með einföldu nabb- gúmmíi öðrum megin eða hinum meg- in með svampgúmmíi undir nabbgúmmí- inu. Allmargar tegundir af spöðum eru til hér á landi, sænskir frá „Stiga“, franskir, enskir o.fl. Flestar tegundir eru allgóðar og nokkrar mjög góðar, en hvað bezt sé fyrir hvern og einn, er erfitt að segja neitt um, því það fer að mestu eftir því hvað leikmaðurinn venur sig á. Beztu spaðarnir kosta nokkur hundruð krónur, en hægt er að fá mjög ódýra spaða með gúnnníi, eða allt niður í 65 kr. spaða. Spaðar með sandpappír eða ófóðruðu tré öðru megin eða beggja vegna má ennþá sjá, en þeir eru af teg- und síðan fyrir aldamót. Slíka spaða ætti enginn að venja sig á að nota, því með þeim er nærri ómögulegt að koma snún- ingi á knöttinn og því erfitt að stjóma honum í leiknum. Æfinga- og keppnisfatnaður er ekki fjölbreytilegur og því hlutfallslega ódýr. Stuttbuxur og hálferma félagsskyrta, íþróttabindi, sokkar, skór og handklæði er raunverulega það, sem nauðsynlegt er að hafa. Nauðsynlegt er að hafa hand- klæðið með sér inn í æfingasalinn, ])ví sá, sem æfir af alúð og leggur sig fram á æfingunni, þarf að nota það til þess að þurrka svitann úr hendi sér og andliti. Bezt er að nota ekki hvít æfingaföt eða mjög ljós, því þeir litir geta gert mót- herjanum ótrúlega erfitt að greina hinn hvíta knött í slaginu. Gott getur verið að eiga æfingagalla og nota, ef mjög kalt er í æfingasalnum. Það á við borðtennisinn, eins og allar aðrar íþróttagreinar, að bezt er að und- irstöðuatriðin séu lærð vel strax í upphafi og allar reglur leiksins. Því ætti það að vera eitt af því fyrsta, sem hver nýr leik- maður gerir, að kaupa sér eitt eintak af leikreglum ISI í borðtennis, sem hafa verið gefnar út í þýðingu Stefáns Krist- jánssonar. Þar má lesa allar þær reglur, Svona getur farið fyrir þeim, sem byrja að fást við íþróttina, án þess að hafa kynnt sér leikreglurnar. SKINFAXI 23

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.