Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1970, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.08.1970, Blaðsíða 22
Þetta er klæðnaðurinn og skórnir, sem tennis- Ieikarar þurfa að hafa. yfir milljón að tölu, en þá, sem æfa íþróttina um heim allan, má telja í tug- um milljóna. Þessara vinsælda hefur íþróttin borð- tennis einkum aflað sér vegna þess, hve auðlærð hún er, hve áhaldakostnaður er lítill, live lítils svæðis er þörf svo hægt sé að stunda hana með árangri og vegna spennandi keppni í íþróttinni, sem skap- ast vegna hraða hennar og fjölbreyti- leika í slögum. Borðtennis hefur líka ver- ið viðurkenndur sem hraðasta knatt- íþrótt, sem iðkuð er. Af hverju geri ég svo þessa íþrótt, sem er ný hér á landi, að umtalsefni í þessum þáttum mínum? Allar íþróttir, sem veita jafnmörgum gleði og gagn og borðtennisinn gerir, eiga það samnefnt að vera íþróttir fyrir alla, og munu því verða ræddar hér í þáttum mínum. Af borðtennis geta karlar jafnt sem konur, yngri sem eldri, nýbyrj- endur sem meistarar, haft jafna skemmt- un. Mikil hreyfing er í leiknum og holl og óhemju erfið fyrir þá, sem vilja, en þetta erfiði getur hver og einn takmark- að eftir sinni eigin getu eða ásigkomu- lagi hverju sinni. Við eigum mörg félagsheimili um land allt, sem stundum eru ekki allt of vel nýtt. Það er oft erfitt að safna saman fólki til æfinga og vegna þess verða sum- ar að falla niður, þar sem ekki koma nógu margir til æfingarinnar. En sé boðað til æfinga í borðtennis, þurfa ekki að koma nema 2 til þess að hafa hennar full not. Það gerir gæfumun, finnst ykkur ekki? Borðtennis má leika eiginlega hvar sem er, en bezt er, ef leiksvæðið fyrir hvert borð er ekki minna en 8x4 m. Bezt er að gólfið sé hart trégólf. Ekki er talið heppilegt að það sé úr steinsteypu né lagt stífbónuðum línóleumdúk. Borðið, sem leikið er á, skal vera 76 cm. hátt og 152,5x274 cm. að stærð, og það er bezt að kaupa tilbúið. Enda þótt auðvelt sé að smíða það, og við slíkt megi notast í byrjun, þá eru ákveðin ákvæði í reglum leiksins, sem erfitt er að uppfylla við slíka smíði, svo sem að knötturinn eigi að hoppa alls staðar jafnhátt upp og aðeins i ákveðna hæð. Borðið er því hinn eini eiginlegi og verulegi kostnaður, þeg- ar hefja á æfingar í borðtennis á nýj- um stað. Þvert yfir miðju borðsins er strengt 15,25 cm hátt net. Hér á landi fást ágæt net og uppistöður af hinu heimsþekkta sænska merki „Stiga“, sem ég mæli ein- dregið með vegna góðrar reynslu minn- ar af því. Knettirnir eru úr ,,CelIuIoid“, hnöttóttir, hvítir að lit með mattri áferð, og þeir fást í öllum íþróttaverzlunum landsins og munu kosta frá kr. 12,00 stk. ■<----------- 274 cn------------> <-----ltt.SOn- - % Hér sjáum við stærð og hlutföli tennisborðs. SKINFAXI 22

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.