Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1970, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.08.1970, Blaðsíða 14
Ungnienna- og íþróttasamband Vestur-Barðstrendinga Fundur var haldinn í Flókalundi 10. september og hafði Páll Ágústsson, for- maður íþróttafélagsins Harðar á Patreks- firði, annast undirbúning fundarins af hálfu heimamanna. Á félagssvæði ÚÍVB eru félög á Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal og Barðaströnd. Til fundarins komu fulltrúar frá öllum félögunum nema frá Bíldudak Fundurinn hófst með því að sendi- menn UMFI reifuðu hin ýmsu mál, sem brýnt var talið að ræða og skiptast á skoðunum um. Var þetta með líku sniði í allri ferðinni, og er því rétt að telja þessi mál hér upp og greina frá fram- sögumönnum: Hafsteinn Þorvaldsson fjallaði um: Tilgang og markmið erindreksturs UMFÍ, Þrastaskóg, Félagsmálaskóla UMFÍ, Útgáfumál. Sigurður Guðmundsson um: 14. landsmótið, Erlend samskipti UMFÍ, Leikritasafn UMFÍ, Samstarf félaga og skóla. Sigurður Geirdal um: Skrifstofu UMFÍ og verkefni hennar, Sambandsráðsfund UMFÍ, Skinfaxa. Gunnar Sveinsson um: Fjármál UMFÍ, Skipulagsmál viðkomandi héraðs- sambanda. Voru mál þessi rædd fram og aftur á fundinum og fleirum bætt við s.s. get- raunasamningnum nýja og hvernig hægt væri að auka sölu getraunaseðla á svæð- inu. Einnig var rætt um nauðsyn og þýð- ingu skýrslugerðar félaganna o.fl. Aðal- mál fundarins má þó segja að hafi verið skipulagsmálin. UIVB hefur ekki verið starfandi sem samband um árabil og höfðu komið fram ýmsar hugmyndir til þess að bæta úr því ástandi, m.a. að þessi félög gengju í HVÍ eða að sameina UIVB og ÚNB. Það kom þó greinilega í Ijós á fundinum að heimamenn töldu sig ekki eiga hægt um vik með að sameinast öðr- um samböndum vegna samgönguerfið- leika og af fleiri ástæðum, enda töldu þeir sambandssvæði UIVB nógu stórt og höfðu fullan hug á því að gera tilraun til þess að endurreisa samband sitt, og var ákveðið á fundinum að boða til hér- aðsþings 3.—4. október. Héraðssamband Vestur-Isfirðinga Fundur var haldinn í héraðsskólanum að Núpi 11. september. Fundarsókn var allgóð, bæði frá hinum einstöku félags- stjómum svo og stjórn HVÍ. Héraðsmót hafa fallið niður á þessu svæði síðustu árin, að því er virðist vegna skipulagsbreytingar, sem gerð var á þátt- tökurétti og olli deilum. Stjórn HVÍ þarf nauðsynlega að taka það mál föstum tökum því héraðsmót eru nauðsynleg til að skapa félögunum á svæðinu sameig- inlegt verkefni og efla samstöðu og kynn- ingu meðal hinna einstöku félaga og fé- lagsmanna innan HVÍ. Fundurinn var hinn ágætasti í alla staði, gefin var stutt skýrsla frá öllum félögunum og talað af hreinskilni og einlægni um þann vanda, sem við var að glíma á hverjum stað. UMFÍ-menn urðu 14 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.