Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.1970, Qupperneq 19

Skinfaxi - 01.08.1970, Qupperneq 19
ast í aukinn gróða af ferðum útlendinga á íslandi með því að stunda hér beinan eða dulbúinn atvinnurekstur. Þessar ferða- skrifstofur láta sér ekki lengur nægja að selja ferðir fyrir íslenzkar ferðaskrifstofur, heldur eru þær farnar að skipuleggja og framkvæma fyrir eigin reikning langar ferð- ir um byggðir og óbyggðir á íslandi. Þegar framkvæmd slíkra ferða er ekki lengur í höndum íslendinga einna, margfaldast hætt- an á misnotkun íslenzkra náttúruverðmæta, og engin trygging fæst gegn slíku, þótt sumir leiðsögumennirnir í slíkum ferðum séu ágætir íslendingar. Árlega er eytt hundruðum milljóna króna í að rannsaka og nýta náttúruauðlindir ís- lands, og er það vel. En það befur gleymzt að huga að vernd þess auðs. sem tækni- mengun nútímans er að sökkva í reyk og sorphauga. Rányrkja náttúrufegurðar verð- ur okkur ekki síður dýrkeypt en rányrkja gróðurlendis og fiskimiða. Vonandi áttum við okkur á því áður en það er um sein- an, og þangað til væri ráðlegast að hætta að hiakka yfir gjaldeyrisgróða af ferða- mannastraumnum. Ungmennafélögin og þjóðfélagsmálin Einn af fáum brautryðjendum ungmenna- félagshreyfingarinnar, sem enn eru á lífi, er Snorri Sigfússon, fyrrv. námsstjóri. Hann er orðinn 86 ára gamall, en aldur- inn háir honum hvprgi í því að fylgiast hið bezta með atburðum og þróun og þá ekki sízt ungmenna- félögunum, „þvi að ungmennafé- lagi hef ég verið og er enn“, skrif- ar hann í bréfi til ritstióra Skin- faxa nú í haust. Þar ræðir hann sérstaklega um 2. hefti blaðsins á þessu ári, og skrifar m.a.: „En nú er margt breytt frá því, er UMFÍ valdi sér einkunnarorðin, en samt eru þau jafn fersk nú og þá. Þau hafa lífsgildi og eldast aldrei Svo var það greinin „ræðum þjóðfélagsmálin“, sem ekki sízt vakti athygli mína. Þetta þurfa ungmenna- félögin nú að gera. Þar var allt einfaldara fyrir 60—65 árum. Þá var glíman við Dani aðalatriðið að okkur fannst, og þar stóðum við allir einhuga. Nú er allt flóknara við- fangs. En „íslandi allt“ gildir enn. Við eig- um dásamlegt land, þótt á því sé hörku- svipur og oft blási kalt eins og nú. Og það er réttilega á það bent á bls. 15, að ráða- mönnum gleymist um of að benda á þetta og brýna æskuna til þeirrar glímu, sem er því samfara að búa í harðbýlu landi, en er í raun réttri þess eðlis, að menn vaxi af. Þetta þarf að undirstrika, ekki sízt nú, þegar menn eru að flýja landið — í leðjuna af ýmsu tagi, frá hreina vatninu, úr hreina loftinu — í gruggið. Og svo er náttúrlega nauðsynlegt að átta sig á gerningaveðri stjórnmála og flokkshyggju". Efling getraunanna Hér í blaðinu hefur stundum áður verið bent á þá skoðun UMFÍ, að nauðsynlegt væri að ÍSÍ og UMFÍ kæmu sér saman um fyrirkomulag á rekstri og ágóðaskiptingu íþróttagetrauna. Nú hefur slíkt samkomulag verið gert með góðum vilja og góðu starfi allra hlutaðeigandi aðila. Samningaviðræður gengu greiðlega, enda öllum lióst að breyt,- inga var börf. bar sem gengið hafði verið fram hiá UMFÍ sem aðila þessa máls. ÍSÍ fær nú í sinn hlut 80% af hagnaðin- um en UMFÍ 20%. Helmingur af heildar- veltu fer í vinninga, en Knattsnyrnusam- band íslands hlýtur 250 þús. krónur af heildarveltu fyrstu 20 milljónanna en síðan 15 þúsund af hverri millión. Ágóðahluti ÍBR var felldur niður. UMF’Í á nú fulltrúa í stjórn getraunanna og er það Sigurður Geir- dal. Stjórn UMFÍ birti á sínum tíma grein- SKINFAXI 19

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.