Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1970, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.08.1970, Blaðsíða 6
Þessir ungu strákar, sem eru 13 ára gamlir, unnu allan timann viö þökulagninguna á íþróttavöllinn. Frá vinstri: Þráinn Haf- steinsson, Garðar Keynisson, Kristinn Bárð- arsson, Ólafur Sigurðsson og Kristján Larsen. fjölskrúðugu blómgresi og því mjög vel fallið til skógræktar. Vorið 1912 var landið girt og ræktunarstörfin hafin með skóggræðslu og grisjun. „Þrastaskóg, skulum við kalla hann, ungmennafélagsskóginn í Öndverðarnes- landi. Skógarþrestirnir virðast kunna þar sérstaklega vel við sig. Þeir verpa þar á vorin undir bjarkarkjarrinu, og á haust- in hópa þeir sig svo hundruðum skiptir yfir skóginum, og leika feluleik í grein- um hans. Undir kjarrinu, og við rætur þess er vaggan, í liminu uppi yfir er leik- völlurinn. Þaðan má heyra vængjaþyt, hvísl og tíst. — Hjarta slær þar í hverj- um runni.“ Þannig er nafngiftin skilgreind í 7. tölublaði Skinfaxa 1913. Gjöf þessi er mesta viðurkenning og öflugasta hvöt sem ungmennafélagshreyfingin hefur hlotið. Einlægni gefandans er ótvíræð, hann treysti því að íslenzkir ungmenna- félagar myndu leggja metnað sinn í að rækta þennan reit. Ungmennafélögin á fslandi eiga hér sameiginlega skyldum að gegna gagnvart skóginum og allri upp- byggingu þar. Aldrei mega ungmenna- félögin á íslandi láta undir höfuð leggj- ast að yrkja, verja og fegra þessa eign sína, sem í dag er margra milljóna virði og verður stöðugt verðmeiri sökum ein- stæðrar náttúrufegurðar og nálægðar við þéttbýlustu svæði landsins. Allt frá því fyrsta hafa forráðamenn UMFÍ rætt það á fundum sínum og þingum, á hvern hátt félagsskapurinn gæti aflað fjár til framkvæmda í Þrasta- skógi. Mikið hefur þó áunnist þrátt fvrir lítil efni, og enn sem fyrr er það fyrst og fremst góður vilji og fórnarlund fárra einstaklinga, sem þoka málefnum Þrasta- skógar nokkuð á leið. Varzla landsins var stórt átak í fyrstu, en síðan hefur þar verið unnið óslitið að skógrækt með góðum árangri, og eru elztu barrtré í Þrastaskógi um 43 ára gömul. Skógarvörður hefur annazt vörzlu skógarins á sumrin allt frá 1922, og lengst allra núverandi skógarvörður, Þórður Pálsson kennari í Reykjavík. Hann hefur átt manna mestan þátt í skógræktar- störfum í Þrastaskógi um áratugaskeið og meðal annars hlotið viðurkenningu Skógræktarfélags íslands fyrir góðan ár- angur við ræktunarstörf. Ymsir góðir félagar hafa hér vel að unnið, stjórnar- menn UMFÍ og milliþinganefndir, sem fjallað hafa um málefni Þrastaskógar, og enn eru margar tillögur þeirra og hug- myndir óframkvæmdar. Árið 1917 skrifar Guðmundur Davíðs- son í Skinfaxa: „Hvernig eigum við að tryggja ræktun Þrastaskógar í framtíð- inni? Það gagnar lítið þó okkur dreymi 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.