Skinfaxi - 01.08.1970, Page 10
Árni Björnsson:
Varðveizla þjóðmenja
Það er alkunnugt, og þó þarf frá því
að segja, að á hverjum degi erum við
íslendingar að missa úr höndum okkar
dýrgripi, sem komandi kynslóðir munu
veita okkur þungt ámæli fvrir að hafa
ekki varðveitt.
Hér er átt við svonefnda þjóðhætti,
þ.e. vitneskju um daglegt líf manna fyrr
á tímum, vinnubrögð með verkfærum,
sem löngu eru horfin úr notkun, matar-
gerð fyrir tíma hrærivéla, geymslu mat-
væla fyrir tíma kæliskápa, skemmtun og
dagamun á lieimilum, áður en útvarp
og glymskrattar komu til sögu, um-
gengni við skepnur, áður en mjaltavél-
ar og rafmagnsklippur leystu manns-
höndina af hólmi, og ótal margt fleira.
Hér hafa ekki verið nefndir neinir
forneskjulegir hlutir og margir kunna
að segja sem svo, að þetta viti hvort eð
er hver maður. En það er mjög rangt.
Það tiltölulega litla, sem um slíka hluti
Jiefur verið skrifað, er alls ófullnægjandi.
Til kunna að vera ágætar lýsingar á til-
teknum vinnubrögðum á ákveðnum
stöðum. Segjum t.d. fiskverkun á Aust-
fjörðum. Væri ekkert annað til um þetta
efni, drægju menn eðlilega þá ályktun
af, að sömu aðferðir hefðu gilt um land
allt. En óvíst er, að Vestfirðingar mundu
skrifa undir það. í þessa veru er allt
fullt af gloppum, sem stoppa þarf í.
Eftir 50 ár verður kynslóðin, sem fædd-
ist í byrjun síðari heimsstyrjaldar, um
áttrætt, og langmestur hluti þess fólks,
sem þá lifir, hefur aldrei þekkt ísland
fyrir daga hinnar miklu vélvæðingar og
veit ekki, livernig hey var reitt heim á
klyfberum eða torf var rist. En einmitt
þetta og annað slíkt mun fólk langa
svo sárt til að vita síðar meir, rétt eins
og okkur þætti ekki lítill fengur að því,
hefði Snorri Sturluson ritað ýtarlega lýs- ^
ingu á því, hvernig fjósveggir voru reist-
ir á 13. öld eða Sturla Þórðarson sagt í
smáatriðum frá öllum veizlusiðum í brúð-
kaupi dóttur sinnar á Flugumýri í stað
þess að leggja meigináherzlu á mann-
dráp og brennumál.
Ef ekkert er að gert, falla vinnubrögð
og venjur sérhverrar kynslóðar í
glevmsku um leið og hún deyr. Að vísu
er von til þess, að héðan í frá verði unnt
að forðast slík óhöpp að miklu leyti
þar sem augu nokkuð margra hafa opn-
azt fyrir gildi þjóðhátta og til eru kom-
in ný hjálpartæki eins og kvikmyndir
og segulbönd, sem gera allt hægara. En í
öðru máli gegnir um fyrra hluta þess-
arar aldar, svo ekki sé lengra farið. Þeir
munu sárafáir, sem enn muna eftir sér
frá því fyrir aldamót. Hinsvegar ætti
10
SKINFAXI