Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1970, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.08.1970, Blaðsíða 18
SAMTÍÐ OG FRAMTÍÐ Um ferðamenningu íslendingum er nú smám saman að verða ljóst gildi hinnar ósnortnu náttúrufegurðar landsins. Útlendingar virðast hafa gleggra auga fyrir þessum verðmætum, og er það raunar skiljanlegt. Hér á íslandi sjá þeir óspillta náttúru, sem menn áttuðu sig á — um seinan — að búið var að eyðileggja á meginlandi Evrópu. Nú flykkjast erlendir ferðamenn til ís- lands í stöðugt vaxandi mæli, og æ fleiri leggja leið sína um fjöll og óbyggðir. Að sjálfsögðu er það ánægjuefni að geta tek- ið á móti erlendum gestum og gjaldeyrin- um þeirra. Ráðamönnum þjóðarinnar verð- ur tíðrætt um tekjur af erlendum ferða- mönnum, og virðist það nú vera að renna upp fyrir mörgum, að náttúruauðlindir ís- lands séu ekki aðeins fólgnar í fallvötnum og jarðhita. En vandi fylgir vegsemd hverri. Ef ekki verða settar strangar reglur og viðurlög um ferðir í óbyggðum og umgengni við land- ið, getur illa farið. Víða á hálendinu og reyndar í byggð líka má sjá veruleg land- spjöll af völdum kærulausra bílstjóra og sóðalegs ferðafólks. Öllum, bæði íslend- ingum og útlendingum, er heimilt að aka hvert sem komizt verður um óbyggðir án nokkurra skuldbindinga eða reglna um um- gengni við náttúruna- Þeir innlendir aðilar og ferðaskrifstofur, sem skipuleggja og annast ferðir um há- lendið, leggja áherzlu á góða umgengni og eru til fyrirmyndar í þessum efnum. En það eru miklu fleiri, sem sækja orðið á þessar slóðir. Margir útlendingar koma orð- ið með fjallabíla til landsins eða leigja þá hér, og sumir þeirra ganga illa um, og sömu sögu er að segja um marga innlenda ferðalanga. Vel hefði t.d. mátt rata til Veiði- vatna í sumar, án þess að vegurinn væri varðaður áfengisflöskum, og furðulegt óeðli réði gerðum þeirra manna, sem reyndu að eyðileggja tjaldstæðin við Eldgjá. Þá er það nú þegar komið á daginn, að erlendar ferðaskrifstofur eru farnar að seil- Ófærufoss í Eldgjá er einn af gimsteinum íslenzkrar náttúru. 18 S KIN FA XI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.