Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1970, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.08.1970, Blaðsíða 8
en gert hafði verið ráð fyrir í þessu hús- næði. íþróttasvæðið Sumarið 1966 var að mestu lokið und- irjöfnun íþróttaleikvangs í Þrastaskógi, en framkvæmdir við völlinn höfðu þá staðið um árabil. í fyrstu var svæði þetta aðeins hugsað sem æfinga- og leiksvæði, og ekki búizt við, að hægt yrði að ná þarna viðunandi stærð íþróttavallar, þótt vilji forráðamanna UMFÍ um það væri fyrir hendi. Landið varð að sprengja, og mikinn jarðveg varð að flytja að. Nú varð hlé á framkvæmdum þar til á s.l. sumri, að núverandi stjórn UMFÍ ákvað að freista þess að Ijúka þessari fram- kvæmd og gera leikvanginn sem fyrst nothæfan. 24. júlí s.l. hófust svo framkvæmdir við íþróttasvæðið undir verkstjórn Ólaf.s Ólafssonar garðyrkjubónda að Stuðlum i Ölfusi. Framkvæmdum var að mestu lokið 16. september s.l. eða eftir 36 vinnudaga. Alls unnu lengur eða skem- ur að þessu verki um 30 manns, ýmist á launum eða án launa. Auk þess voru notuð stórvirk jarðvinnslutæki og vöru- Skemmtiganga um skóginn er góð hressing fyrir f jölskylduna. (Ljósm: Sigurður Jónsson). bílar. Aka varð miklu magni af uppfyll- ingarefni í íþróttasvæðið til jöfnunar og stækkunar, unnið var að holræsagerð, áhorfendasvæði hlaðin upp og brekkur þaktar. Sjálft íþróttasvæðið var allt lagt túnþökum, og er stærð þess um 110x60 metrar. Lauslega reiknaður kostnaður við þennan lokaáfanga er í iitlögðu fé um kr. 300.000,00. Það skal tekið fram, að áhvílandi skuldir á þessari framkvæmd voru engar, þegar framkvæmdir við lokaáfangann hófust. Fjármagn til framkvæmdanna fékkst á eftirfarandi Iiátt: 1. Lán til 3 ára í útibúi Landsbankans Self. . kr. 200.000,00 2. Af eigin tekjum Þrastaskógar 1970 .. — 100.000,00 Samtals kr. 300.000,00 Leigutekjur af eignum UMFÍ í Þrast- arskógi 1970 voru: Leiga á veitingaskálanum Þrastalundi kr. 75.000,00 Fyrir laxveiðiréttindi í Sogi — 40.000,00 Samtals kr. 115.000,00 -þ fjárv. úr ríkissjóði .... — 50.000,00 Samtals kr. 165.000,00 Ýmsum frágangi og snyrtingu er enn ólokið við íþróttasvæðið, sem ætlunin er að ljúka í haust ef veður og aðstæður leyfa, annars snemma að vori. F ram tíðaráf orm. Hver eru svo frekari áform UMFÍ í Þrastaskógi? Samkvæmt samþykktum 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.