Skinfaxi - 01.08.1970, Blaðsíða 9
Útsýni úr I>rastaskógi til norðurs. Séð yfir
Álftavatn til Búrfells.
sambandsþinga er nú unnið að því að
kortleggja allt landsvæðið, og er það
gert á vegum Forverks hf. — Síðan er
ætlunin að gera heildarskipulag um
frekari framkvæmdir og mannvirkja-
gerð í Þrastaskógi, og raunar óheimilt
að vinna að frekari framkvæmdum á
svæðinu fyrr en það liggur fyrir. Ymsir
einstaklingar, ungmennafélagar og aðr-
ir hafa sýnt málefnum Þrastaskógar
mikinn áhuga og velvild nú hin síðari
úr og veita okkur ómetanlega aðstoð
við framtíðaráformin í Þrastaskógi. Fjár-
veitingavaldið stvrkir ræktunarstörf í
Þrastaskógi nú um árabil með 50 jrúsund
kr. árlegu framlagi.
Eigi Ungmennafélagi Islands að verða
kleift að koma áformum sínum um upp-
byggingu í Þrastaskógi í framkvæmd i
næstu framtíð, verður þessum fram-
kvæmdum að berast fjárhagsleg fyrir-
greiðsla frá opinberum aðilum og þeim
sem um ferðamál fjalla. UMFI hefur ekki
möguleika á að fjármagna þessar fram-
kvæmdir úr sambandssjóði, aðeins með
eigin tekjum Þrastaskógar, sem vonandi
aukast þó ár frá ári í næstu framtíð.
— Það, sem aðkallandi er að gera í
Þrastaskógi nú og þolir enga bið vegna
vaxandi gestakomu í skóginum, er:
Stækkun Þrastalundar til gestamóttöku
og vistarverur fyrir starfsfólk, gerð tjald-
stæða og gangbrauta í skóginum, fulln-
aðarfrágangur íþróttasvæðisins og gerð
búningsklefa, ásamt veglegum sýninga-
og danspalli. Þá þarf að gera stórátak í
gerð bifreiðastæða.
Góðir ungmennafélagar og aðrir vel-
unnarar Þrastaskógar, Þrastaskógur hef-
ur verið opnaður til útivistar, leikja og
íþrótta fyrir unga sem aldna. Því fylgir
mikil áb\'rgð, en við treystum því, að
fólk kunni að meta það við samtökin að
fá tækifæri til þess að njóta þeirrar feg-
urðar, sem landssvæðið í Þrastaskógi
hefur upp á að bjóða og enn betri að-
stöðu, sem samtökin kunna að geta skap-
að þar í náinni framtíð.
Vinnum öll að þvi að þetta óskabarn
samtaka vorra megi varðveitast sem
náttúrulegast og veita okkur gleði og
hollustu útivistar í fögru umhverfi.
Hafsteinn.
Vegna mistaka sneri þessi mynd ekki rétt í
2. tölublaðinu í ár. Júdóíþróttinni til heiðurs
leiðréttum við þessi mistök hér með.
SKINFAXI
9