Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1970, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.08.1970, Blaðsíða 16
andi hjá fólki almennt í sýslunni fyrir íþróttum og öðrum viðfangsefnum ung- mennafélaganna, enda urðu UMFÍ-menn áþreifanlega varir við það á staðnum. Kváðu heimamenn það hafa verið mikla upplyftingu fyrir HSS, þegar knatt- spyrnulið Umf. Keflavíkur kom og lék við HSS að Sævangi nú í sumar í for- keppni UMFÍ vegna 14. landsmótsins. Þá töldu stjómarmenn HSS að félögin úr UNB, Unglingur og Afturelding, gætu átt samleið með HSS, og kváðu þau fé- lög velkomin. Ungmennasamband Dalamanna Sunnudaginn 13. september um há- degisbil komu UMFÍ-menn til Búðar- dals og tók Einar Stefánsson, fonn. USD, á móti þeim. Fundur hafði verið boðað- ur kl. 4 og var tíminn fram að fundi not- aður til að skoða félagsheimili staðarins, „Dalabúð“ og fara um þorpið og athuga heppilega staðsetningu á íþróttavelli, sem nauðsynlega þarf að byggja. Sigurður og Hafsteinn fluttu stutt yf- irlit um sömu málaflokka og á fvrri fund- um og hófust síðan almennar umræður. Bar margt á góma, svo sem staðsetning íþróttasvæðis, iðkun íþrótta að vetri til, en til þeirra hluta er aðstaða nokkuð góð Viðræður við forystumenn Umf. Unglings i Geiradal. Frá vinstri: Halldór Jónsson, Haf- steinn Þorvaldsson, Guðjón Gunnarsson og Halldór Gunnarsson. í félagsheimilinu; einnig var rætt um þjálfaramál, sumarbúðir o.fl. Varðandi félögin í UNB, kváðu USD- menn þau velkomin og var ákveðið að ræða við fulltrúa frá þeim félögum og kanna hvernig bezt væri að taka á mál- unum. í heild heppnaðist ferð þessi með bezta móti. Menn kynntust, skiptust á skoðunum og upplýsingum, og hvöttu hvern annan til dáða. Viðfangsefni UMFÍ, t.d. félagsmálaskólinn, landsmót- ið, leikritasafnið og sambandsráðsfund- urinn voru rædd af miklum áhuga. Þá var einnig rætt um málgagn samtakanna, „Skinfaxa“ og lýstu menn yfir ánægju með þær breytingar, sem orðið hafa á því. Framkvæmdunum í Þrastaskógi var almennt fagnað, svo og auknum erind- rekstri UMFI og aukinni fyrirgreiðslu á skrifstofunni við hin ýmsu félög og sam- bönd. Að sjálfsögðu var rætt mikið um næsta landsmót og undirbúning sam- bandanna á þátttöku sinni í því. UMFÍ-menn hvöttu mjög til aukinnar þátttöku í sölu getraunaseðla, en ]rað hefur nú orðið miklu meiri fjárhagslega þýðingu fyrir ungmennafélögin en áður var. Þá ræddu UMFI-menn um skýrslu- gerðir félaganna og bentu á þann alvar- lega hlut, að sums staðar verða félög og jafnvel heil sambandssvæði af stórum fjárstyrkjum, vegna ]æss að trassað er að gera skýrslur eða þær ekki sendar til UMFÍ, og verður slíkt að teljast algjör- lega óviðunandi. Núverandi stjórn UMFI hefur að þess- ari ferð lokinni náð því að heimsækja öll héraðssambönd innan vébanda UMFÍ utan eitt, en það verður sótt heim við fyrsta tækifæri. 16 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.