Skinfaxi - 01.08.1970, Page 25
Ólafur Thordarson og
UMFN-stúlkumar, sem
tóku þátt í forkeppni
14. landsmóts UMFÍ í
sumar.
UMFN-
stúlkur á
alþjóðamóti
Tveir stúlknaflokkar úr Ungmennafélagi
Njarðvíkur tóku þátt í stóru alþjóðlegu
handknattleiksmóti unglinga í Osló dagana
4.—8. ágúst s.l. Frammistaða Njarðvíkur-
stúlknanna var hin ágætasta og hefur vakið
verðuga athygli. Eldri flokkurinn, sem í voru
stúlkur fæddar 1952 og síðar, varð nr. 3 í
sínúm aldursflokki af 44 liðum, en yngri
flokkurinn, stúlkur fæddar 1954 og síðar,
varð í 9. sæti af 76 liðurn. Árangur stúlkn-
anna er þó enn athyglisverðari, þegar þess
er gætt, að aðeins ein stúlka í hvorum flokki
var á síðasta aldursári en hinar 1—4 árum
yngri.
Um 5000 unglingar tóku þátt i þessu al-
þjóðamóti, en það eru 400 lið frá 7 löndum.
Liðum í hverjum aldursflokki var skipt í
riðla í forkeppninni.
Þjálfai'i þessara handknattleiksflokka
Umf. Njarðvíkur er Ólafur Thordarson, og
var hann jafnframt fararstjóri í utanferð-
inni.
Aldurs-
flokka
keppni
112 þátttakendur frá 5
félögum voru í aldurs-
flokkakcppni Héraðs-
sambandsins Skarp-
héðins. Myndin er af
keppendum og stjórn-
endum fyrir utan fé-
lagsheimiliö að Lauga-
landi í Holtum, þar
sem keppnin var háð
snemma í sumar.
SKINFAXI
25