Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1970, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.08.1970, Blaðsíða 12
Vestfirzkir roðskór. lista, en það fólk leggur líka meiri verð- mæti af mörkum en það órar sjálft fyrir, og þess orðstír mun ekki deyja. Þennan hóp þarf að stórefla, og á ferðum um nokkur héruð landsins í þessu skyni hef ég sannfærzt um, að til er fjöldi fólks, sem gefið gæti mikilsverðar upplýsing- ar, en hingað til hefur ekki náðst til. Óskandi væri, að unnt reyndist að finna þetta góða fólk og virkja til starfa sem fyrst. Stórfenglegt væri, ef hægt yrði að mynda eins konar nefnd í hverri sveit, sem mundi ræða spurningalista þá, sem sendir væru, og svara þeim. Því að oft rifjast hlutirnir betur upp, þegar fleiri eru saman komnir. Einhverjir kunna að spyrja: Til hvers er verið að safna þessum hégóma? Hvaða gagn er að þessu? Það er víst ævinlega örðugt að rökstyðja gagnsemi þess, sem ekki er unnt að mæla í peningum. En spyrja mætti á móti, hvort mönnum þætti ekki lakara, ef íslenzkum þjóðsögum hefði aldrei verið safnað af Jóni Árna- syni eða Jónas frá Hrafnagili aldrei efn- að í rit sitt um íslenzka þjóðhætti. Þessi söfnun þeirra var á sínum tíma kölluð liégómi og kerlingabækur. Nú þvkja þetta einhverjir mestu dýrgrijiir, sem við eigum, og safn Jóns Árnasonar með hin- um merkustu sinnar tegundar í veröld- inni. Jónasi frá Hrafnagili entist ekki ald- ur til að safna nema broti af þeim upp- lýsingum, sem hann ætlaði sér. Samt er rit hans hið bezta, sem við eigum í þessa veru. Og hvert er svo orðið okk- ar starf, síðan hann lézt fyrir rúmum 50 árum? Ungmennafélögin unnu á sínum tíma mikið og þarft starf við að vekja Islend- inga af dvala í þjóðfrelsis- og menning- armálum. Kannski unnu menn að nokkru í anda Einars Benediktssonar á þeim tíma við að „velta í rústir og byggja á ný.“ Og e.t.v. sáust menn stundum lítt fyrir, þegar verið var að velta í rústir, eins og enn vill of oft bera við. Fólk vildi gleyma eymdartímanum, og þá skolaðist fleira með á burt. Enn eimir eftir af því, að sumt fólk eins og vilji helzt ekk- ert muna eftir hinu „gamla“; jafnvel fyrirverði sig. Til þess er þó sízt ástæða. Ekkert er svo smávægilegt, að ekki kunni að þykja fengur að því eftir 50—100 ár. Eg tek dæmi af handritunum okkar blessuðum. Einatt eru til mörg handrit af hverri sögu, en það sem fræðimönn- um nú þykir oft einna merkast við sum þeirra, er krot það, sem ritarar hafa stundum sett út á spássíur, þegar þeir voru að reyna pennann sinn: Vísustúfur, málsháttur eða annað slíkt, sem á þeim tíma þótti ekki bókfellsins vert og lenti þarna fyrir slysni. Svo er um fleira. Ef aldamótakynslóðin margumtalaða og ungmennafélagshreyfingin gætu nú enn einu sinni sannað hollustu sína við íslenzka þjóðmenningu og gert átak til að bjarga því sem bjargað verður af ís- lenzkum þjóðliáttmn, þá hækkaði heið- urssess þeirra í sögunni enn til muna. 12 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.