Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1970, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.08.1970, Blaðsíða 7
um glæsilega framtíð hans ef við ger- um lítið eða ekkert til að sá draumur rætist.“ Þessi áhugasami ungmennafélagi um málefni Þrastaskógar er líka flutn- ingsmaður að tillögu á sambandsþingi UMFI á sama tíma, þar sem hann legg- ur til að UMFI byggi hús í Þrastaskógi, gesthús til móttöku fyrir allt að 20 gesti. Þá fjallar tillaga hans einnig um gerð leikvalla og gangstíga í skóginum, ásamt ábendingu um bátaleigu á Alftavatni. Loks áréttar hann þá skoðun sína, að allsherjar samkomustaður ungmenna- félaga á Islandi eigi að vera í Þrasta- skógi. Allt er þetta í fullu gildi í dag, góðir ungmennafélagar, 53 árum síðar. Rétt er nú að geta helztu áfanga, sem náðst hafa varðandi framkvæmdir og ræktunarstörf í Þrastaskógi, áfanga sem áhugasamir forystumenn hafa markað gegnum árin. Arið 1927 sækir frú Elín Egilsdóttir, gistihúseigandi í Reykjavík, um leyfi til þess að byggja og reka veit- inga- og gistihs í Þrastaskógi. Samning- ar tókust, og 1. júlí 1928 er Þrastalund- ur (gamli) tekinn í notkun, glæsilegt og fagurt hús. Þar með fá ungmennafélagar húsnæð- isaðstöðu í Þrastaskógi, sem mikið er notuð næstu árin, þótt ekki sé það í þeirra eigin húsi. Þar eru sambandsþing og fundir ungmennafélaga haldnir, og þar er aðsetur skógarvarðar. Það mun og hafa verið áfonn forráðamanna ung- mennafélagshreyfingarinnar að revna að eignast þetta hús, er tímar liðu. Svo varð þó ekki, því Þrastarlundur brann til kaldra kola síðla vetrar árið 1942, og hafði þá í rúmt ár verið aðsetur setu- liðsmanna. Eigandi Þrastalundar, þegar hann brann, var Páll B. Melsteð forstjóri í Beykjavík. Sumarið 1930 er Þrastaskóg- ur vandlega varinn, og girtur með vír- neti, þá er og steypt upp vandað göngu- hlið eftir teikningu hins þjóðkunna lista- manns Ríkharðs Jónssonar. Nú gerist fátt í málefnum Þrastaskóg- ar um áratuga skeið, en áfram er þó unn- ið að vörzlu, hirðingu og skógrækt. Á sambandsþingi UMFÍ á Akureyri 1955 var samþykkt að reisa í Þrasta- skógi minnismerki um Aðalstein heit- inn Sigmundsson, á 60 ára fæðingaraf- mæli hans árið 1957. 15. sept. árið 1957 var minnisvarðinn afhjúpaður í brekk- unni ofan við Tryggvatré, og er hann rétt við nýja íþróttaleikvanginn. Sumarið 1964 er hafizt handa um end- urbyggingu Þrastalundar á grunni jiess gamla, og Þrastalundur hinn nýi full- byggður og starfræksla hafin um mán- aðannótin júlí—ágúst 1965. Síðan hefur Þrastalundur verið starfræktur á hverju sumri við vaxandi vinsældir ferðafólks. í dag er umsetning og gestamót- taka í Þrastalundi orðin langtum meiri Minnisvarði Aöalsteins Sigmundssonar í Þrastaskógí SKINFAXI 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.