Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.1970, Side 21

Skinfaxi - 01.08.1970, Side 21
---------------------------“> Guðmundur Þórarinsson: Borðtennis __________________________. Ein er sú íþrótt, sem nýlega hefur borizt til lands vors og verið tekin til æfinga hjá nokkrum íþróttafélögum. Þetta er þó nokkuð gömul íþrótt og hef- ur um áratugið verið sú íþróttagrein, sem hvað flestir jarðarbúar hafa iðkað að meira eða minna leyti og heillast af. Þetta er BORÐTENNIS. Borðtennis kom fyrst fram á sjónar- sviðið laust eftir aldamótin 1800 og auð- vitað í Englandi sem samkvæmisleikur. I upphafi voru notaðir knettir af ýmsum gerðum og stærðum. Ekki gerði þó þessi samkvæmisleikur mikla lukku hjá al- menningi fyrr en laust eftir næstu alda- mót — 1900, að James nokkur Gibb frá Bandaríkjunum fann upp colluloid-knött- inn og tók að nota hann í leiknum. Fór leikurinn nú eins og eldur í sinu um all- an heim, en var ni'i almennt nefndur „Ping — Pong“ vegna hljóðs þess, sem myndaðist, þegar knötturinn var sleg- inn vfir netið með tréspaðanum, sem þá var notaður í leiknum. 1901 voru fyrstu stóru keppnimótin (Ping—Pong-mótin) haldin, og voru þau sótt af miklum fjölda fólks, keppendum og áhorfendum. En það var ekki fyrr en laust fyrir fyrri heimsstyrjöldina, þegar Englendingnum Good datt í hug að líma nabbað gúmmí á spaða sína, að liægt var að koma snúningi á knöttinn í slaginu, en við það breyttist samkvæmisleikurinn „Ping—Pong“ í íþróttina borðtennis, sem sífellt hefur verið að þróast og eykur enn stórlega áhangendahóp sinn á ári hverju. í dag eru keppendur í þróttinni, karl- ar og konur, skrásettir og teljast vera Þegar til lengdar Iætur, reynist bezt og ódýr- ast að fá sér gott borff strax í byrjun. SKINFAXI 21

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.