Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1970, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.08.1970, Blaðsíða 20
argerð, þar sem hún skýrði frá sjónarmið- um sínum í málinu, m.a- því að fyrrverandi skipting á ágóða getraunanna væri óvið- unandi og í engu samræmi við lögin um tekjuöflun til íþróttasjóðs. Lögð var áherzla á nauðsyn þess, að UMFÍ og ÍSÍ kæmu sér saman í bróðerni um lausn, sem allir gætu við unað, a.m.k. um sinn, enda hlyti slíkt að vera gerlegt. Stjórn UMFÍ benti sér- staklega á þá óhæfu, að eitt héraðssamband, þ.e. íþróttabandalag Reykjavíkur, fengi í sinn hlut 37,5% ágóðans umfram sölulaun. Hvarvetna þóttu sjónarmið UMFÍ sanngjörn og eðlileg, eins og hinir ábyrgu aðilar stað- festu með samningunum um málið. Ekki fór þó hjá því að ungmennafélagar undr- uðust eitt hjáróma sjónarmið, sem birtist í skringilegum skrifum á íþróttasíðu dagblaðs eins í Reykjavík. Þar skrifaði íþróttafrétta- ritari nokkra langhunda um málið af furðu- legri þröngsýni og átakanlegum þekkingar- skorti. íþróttafréttaritari þessi er að vísu þekktur fyrir að vera hvefsinn mjög og uppstökkur, en vopnfimi hans í pennavíg- um þvkir vera í litlu samræmi við bardaga- skapið, og þess vegna vöknar oft í púðrinu hjá honum. En enginn átti samt von á því að hann notaði greinargerð UMFÍ sem tilefni til að reyna að rægja ungmennafélagshreyf- inguna, eins og raun varð á. Taldi hann ungmennafélagshreyfinguna vera utanveltu og vilja krækja sér í bita af köku annarra. Hér hjó sá, sem hlífa skyldi, en sem betur fer var það vindhögg, því öllum var Ijóst að hann fálmaði í myrkri vanþekkingar um þau samtök, er hann var að reyna að sverta. Hið nýja samkomulag um getraunir ætti að verða öllum ungmennafélögum hvöt til þess að stórauka sölu sina á getraunaseðl- um, og styrkja þannig ungmenna- og íþrótta- hreyfinguna í heild og bæta um leið eigin fjárhag. Félög utan Reykjavíkursvæðisins eiga að vísu örðugra um vik, en mörg þeirra hafa samt sýnt, að þau geta á þessu sviði gert stórátak í fjármálum sínum. Vetraríþróttir Þegar haustar að fara ýmsir að kvíða vetrarhörkum, en ekki má gleyma þeirri góðu skemmtun, sem vetrarsnjórinn og skautasvellið bjóða mönnum til. Það er full ástæða til að hvetja ung- mennafélög til að gefa vetraríþróttum meiri gaum en þau hafa gert. Nokkur félög og héraðssambönd innan UMFÍ hafa kennslu og æfingar í vetraríþróttum á dagskrá sinni, en miklu fleiri þyrftu að gera það. Æfingar og afrek skíðagöngumanna í Skíðafélagi Fljótamanna er góð fyrirmynd þess, sem hægt er að gera í þessum efnum í dreif- býlinu. Með fordæmi sínu og glæsilegum árangri hafa þeir sannað að afrek í vetrar- íþróttum eru engin sérréttindi kaupstað- anna. Athyglisverður er einnig sá árangur, sem Húsvíkingar hafa náð í hinum ýmsu greinum skíðaíþrótta- Þar er stór hópur ungs fólks, sem sýnt hefur miklar framfarir og náð mjög góðum árangri, eins og sigur þeirra þeirra í bæjarkeppni við Akureyr- inga á s.l. vetri sýndi bezt. Ekki má heldur gleyma því að Ung- mennafélagar úr Mývatnssveit báru í mörg ár höfuð og herðar yfir aðra skíðagöngu- menn og mun Jón Kristjánsson oft- ast hafa orðið íslandsmeistari í skíða- göngu. Þá áttu og Strandamenn hér áður fyrr mjög góða skíðamenn, en þar munu Jóhann heitinn Jónsson og Magnús Andrés- son hafa verið fremstir. Dreifbýlismenn eiga ekki síður en kaupstaðarbúar að geta náð langt á skíðum, þar ráða snjóalög mestu- Þá skal að lokum vakin athygli á því góða framtaki Umf. Selfoss að efna til fjöldagöngu á skíðum, þar sem takmark- ið var ekki að sigra, heldur að sem flest- ir gengju ákveðna vegalengd. Vonandi getum við flutt fréttir af mörgum slíkum mótum á komandi vetri. E. Þ. 20 SKINFAX!

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.