Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1970, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.08.1970, Blaðsíða 11
töluverður hópur fólks að muna vel eft- ir árunum fyrir fyrri heimsstyrjöld, en þá fyrst má víst telja, að nútíminn hefji innreið sína á íslandi, þótt sigurför hans nái ekki marki fyrr en á síðustu 30 ár- um. Það er þetta fólk, sem reyna þarf að fá til liðs með öllum tiltækum ráð- um. Við Þjóðminjasafn íslands Iiefur nú í 7 ár starfað þjóðháttadeild, þar sem unn- ið er að söfnun þjóðlegra minja af þessu tagi, og var þó raunar hafizt handa nokkrum árum fyrr. Starfið hefur eink- um verið fólgið í því að senda til sam- starfsmanna um land allt spurninga- lista um margvísleg efni, svo sem slát- urverk, nautgripi, haugburð, vallarvinnu og hirðingu eldiviðar, andlát og útfar- arsiði, nýtingu mjólkur, fráfærur, barns- fæðingar, gestakomur íslenzka skó, ull og tóvinnu, torfskurð, móverk, vegg- hleðslu, sumardaginn fyrsta, heygeymslu og himintungl. Auk þess hefur verið talað við fjölda fólks og skrifað upp eftir því eða tekið á segulbönd. Oll svör og upplýsingar eru síðan skrásett og þeim raðað á þann veg, að fremur auðvelt á á að vera fyrir hvern lysthafa að finna tiltekið atriði í þessu þjóðháttasafni. Það safn þyrfti einungis að verða margfalt meira að vöxtum. Æskilegast væri auðvitað, að unnt væri að hitta að máli hvern mann á landinu, sem náð hefði sjötugs- eða jafnvel sex- tugsaldri, og spyrja hann í þaula. En hér er sá hængur á, að einungis einn starfsmaður er til að sinna þessu verk- efni, og mætti hann raunar deilast heldur víða eins og Ingjaldsfíflið, væri þess tæknilegur kostur. Ef vel ætti að vera, þyrfti að hafa svo sem tíu manns í þessu starfi næstu tíu ár til að safna þjóðfræði- legum upplýsingum um síðustu áratugi 19. aldar og fyrstu áratugi hinnar 20., áður en það er um seinan. Þess er þó vart að vænta, að svo mikið fé verði lagt til svo „óarðbærra“ framkvæmda, en nokkur bót yrði að því, ef kennsla í þjóðfræðum yrði sem fyrst tekin upp við Háskóla íslands, því að þá gætu stúdent- ar tekið sér prófverkefni á þessu sviði og með því unnið að afmörkuðum at- hugunum. Eins og nú er ástatt verður þó enn að treysta fyrst og fremst á velvíld, hjálp- semi, skilning og ábyrgðartilfinningu þjóðhollra manna um land allt. Sá hópur, sem nú er í sambandi við þjóðháttadeild- ina, er alltof fámennur; aðeins 2—300. Af þeim senda að jafnaði ekki nema 50—100 svör við hverjum spurninga- r?v |wel tvV ii'r *W <f íf }*$lb $ f&iwtfitt ú vlífí- ií>»! WíVJrrfciuiTkú *■ f fí&n" '' .... iíWViríwVþW'. liM*** í.rtí 1 * «* * tkwíy Tw' W'® #*>> P>V OrAl <* fjj*# rn fev tr rtgn jtrrtftngM ctx jdro-r *vfltxfirxmv*UM *rV\iAr tnrflVnfrM In>«r lirnrí-fttníW Arf$mM$» *r tofrieíéS cn ér iMrtieCTm v tmjaib »VuWw~.«»t nmt Mfrmabi- rtíiúm iw-tð ttújfii nnwgtf oK ö túim Ar mttm nt!< wM ar>m $ f«t¥ eX Irtíwntgwn* rtvjmu t v þat- rt tr-ma ek mið * w ftSrfn« wttfwl'n-tUv þ.’ tvW. rtítö ðagftirt-4* v-ðrfvfertatn thnrt 7- ítr ií rwfck «V ww «*• k ft rt hmr * MvttftWfc&f jwsht tk.Vf \&$tc 4«» vttshiii*. *V .Jnrtu w*9fy i jti-rfftó mt Jtf hrop r*£9 Marmi* c • ' m SWkfljtrf unoítwn <s p ^ «»>»» "M&Qifítg ^ 7 Wntr &té hn-tcmat? f V r ftnítö? x ft»wcpr i ■wns mrnMtffmwm'tim íítM k»«n< í<#wa S* hdlw' mtent wi li vMífltíbftntul tttfga V «o!> 4tt»ft r v- Uwejjrwá mfc* Spássíukrot á fornum handritum geymir oft merkilegan fróðleik. Myndin er af síðu úr Flateyjarbók. (Ljósm.: Landsbókasafnið). SKINFAXl 11

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.