Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1974, Síða 7

Skinfaxi - 01.06.1974, Síða 7
Þátttakendur í fram- kvæmdastjóranám- skeiðinu ásamt for- ystumönnum UMFÍ skoðuðu landsmóts- svæðið og íþróttamann- virki á Akranesi í boði heimamanna þar. Myndin er tekin við það tækifæri. Talið frá vinstri, sitjandi: Sigurður Geirdal og Sólveig S. Sveinbjörns- dóttir (UMSK). Standandi fremst: Níels Á. Lund (UNÞ) og Guðmundur Guð- mundsson (HSK). Standandi aftar: Hafsteinn Þorvaldsson, Gylfi ísaksson bæjarstjóri, Arn- aldur M. Bjarnason (HSÞ), Jón B. Stefánsson (UÍA), Ingimundur Ingimundarson (HSH), Garðar Óskarsson (Umf. Skipaskaga), Sigurður R. Guðmundsson og Jóhannes Ingibjarts- on byggingafulltrúi Akraness. ur er þegar hafinn og er aðstaða mjög glæsileg. í lok kynnisferðar um Akranes bauð bæjarstjóri til kaffidrykkju á Hótel Akranesi, þar sem rætt var nánar um undirbúning Landsmótsins. Á námskeiðinu voru flutt nokkur er- indi. Reynir Karlsson æskulýðsfulltrúi ríkisins fjallaði um fræðslumál, Valdimar Óskarsson um skipulagsmál, Hafsteinn Þorvaldsson um stjórnun hreyfingarinn- ar, Jóhannes Sæmundsson um menntun þjálfara og Sigurður R. Guðinundsson um ungmennabúðir. Voru öl! erindin vfirgripsmikil og greinargóð. Mikil ánægja ríkti meðal þátttakenda að Ungmennafélag íslands hefði gefið þeim tækifæri að sækja slíkt námskeið og töldu allir að árangur námskeiðsins væri góður og mikill fengur væri í þeim upp- lýsingum sem þar komu fram. Samtök framkvæmdastjóranna í lok námskeiðsins stofnuðu þáttakend- ur með sér félag framkvæmdastjóra ung- mennafélaganna. Samþykkt voru bráða- birgðalög og kosin stjórn til frekari und- irbúnings. Kosnir voru: Guðmundur Gíslason UMFÍ form., Guðmundur Guðmundsson HSK ritari, Ingimundur Ingimundarson HSH gjald- keri. Áformað er að halda framhaldsnám- skeið í haust samkvæmt beiðni þátttak- enda og verði þá gerð úttekt á sumar- starfinu og rætt um starfsþætti vetrar- mánaðanna. Með þessu námskeiði má ætla að skap- ast hafi samhentur hópur mikilvirkra manna sem hver um sig mun vinna hreyfingunni ómetanlegt gagn. SKINFAXI 7

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.