Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.06.1974, Side 17

Skinfaxi - 01.06.1974, Side 17
að tölu, og auk þess fluttu gestir frá Asíu og Afríku erindi. Breskur félags- fræðingur, Ilcnry Bemstein f)'rirlesari við háskólann í Kent, flutti fyrsta fvrir- lesturinn, en hina fluttu fjórir prófessorar við háskólana í Ankara. Það yrði of lang- dregið að rekja efni hvers og eins, en ég ætla að freista þess að drepa á nokkur meginatriði úr fyrirlestrunum án fræði- legs búnings. Nýlendustefna — göinul og ný Fyrirlesararnir lögðu flestir áherslu á að nýlenduveldin hefði leikið þróunarlönd- in grátt, ekki aðeins á blómatíma ný- lenduskeiðsins heldur einnig eftir það. Nýlenduveldin lögðu á sínum tíma undir sig ólík samfélög í Afríku, Asíu og Ameríku. Eftir langt arðránstímabil ný- lendutímans urðu þau að láta af hendi pólitísk yfirráð í nýlendunum, sem flest- ar öðluðust sjálfstæði upp úr síðari heimstyrjöldinni. En efnahagslegt sjálf- stæði þessara fyrrverandi nýlendusvæða var þá ekki fyrir hendi og landamæri dregin milli þeirra án tillits til þjóðernis- legra eða samfélagslegra aðstæðna. Þessu þóttust nýlenduveldin ætla að kippa í lag og hófu strax svokallaða þróunarað- stoð við þessi snauðu og hrjáðu sam- félög. Þróuðu ríkin svonefndu þóttust beina þessum vanþróuðu samfélögum á þróunarbraut. En þau sáu engin ráð til þess önnur en að endurskapa þau í sinni eigin mvnd, þ. e. að aðlaga þau efnahags- kerfi kapítalismans. Það virðist viðtekin skoðun þróaðra ríkja að framþróun van- þróaðra þjóða hljóti að vera fólgin í því að aðlaga þau efnahagskerfi og menn- ingarvenjum Evrópu. En nú eru ýmsir farnir að gera sér ljóst að þetta er röng stefna. Flest þessi sam- félög í þriðja heiminum bvggja á allt öðr- um grunni félagslegra og menningarlegra AS lokinni kvöldmáltíð eftir langan starfsdag á umræðufundinum í Ist- anbul. Frá vinstri: Full- trúar frá írlandi, Sví- þjóð, Austurríki og ís- landi. SKINFAXI 17

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.